Sigurvegarar N1-móts KA 2018

32. N1-móti KA lauk í dag og þökkum við öllum þeim sem komu að mótinu kærlega fyrir hve vel til tókst, hvort sem það eru keppendur, þjálfarar, liðsstjórar, gestir eða sjálfboðaliðar. Alls fóru fram 840 leikir á mótinu sem er nýtt met
Lesa meira

Tónleikar á föstudagskvöldinu gengu vel

Mikið fjör í Íþróttahöllinni í gær
Lesa meira

Fyrsta degi lokið - A og B deildir klárar

Þá er fyrsta degi N1 mótsins í ár lokið og þökkum við kærlega fyrir hve vel hefur verið gengið um svæðið þrátt fyrir bleytuna sem gekk yfir okkur í dag
Lesa meira

N1 mótið farið af stað!

Þá er 32. N1-mótið farið af stað hér á KA-svæðinu. Úrslit leikja eru skráð inn eins fljótt og unnt er og er um að gera að fylgjast vel með hvort úrslit séu ekki rétt, tilkynna þarf samdægurs röng úrslit
Lesa meira

Lokaleikjaplan N1-mótsins 2018

Nú eru bara nokkrir dagar í að N1-mótið hefjist og birtum við hér lokaútgáfuna af leikjaplaninu. Við fengum nokkrar athugasemdir við síðasta plan og brugðumst við þeim. Við hvetjum því alla til að uppfæra skjölin sín með þeim sem eru hér fyrir neðan en þau eru einnig aðgengileg undir LEIKIR OG ÚRSLIT hér efst á síðunni
Lesa meira

Bíóniðurröðunin tilbúin

Á N1-mótinu í ár fara allir þátttakendur í Borgarbíó og sjá þar myndina Draumurinn en hún er frá þeim sömu og gerðu Shrek myndirnar. Myndin er um 1 og hálfur klukkutími að lengd. Búið er að raða liðunum niður á sýningar út frá leikjaplani sínu en lokaútgáfa af leikjaplaninu er nú komin inn
Lesa meira

Leikjaniðurröðun N1-mótsins

Þá er rétt tæp vika í að N1-mót KA fari af stað en mótið hefst miðvikudaginn 4. júlí klukkan 12:00 á KA-svæðinu. Mikil eftirvænting hefur eðlilega verið fyrir leikjaplaninu og er það nú tilbúið. Hægt er að sjá það hér fyrir neðan bæði á vefsíðuformi sem og í pdf
Lesa meira

Önnur styrkleikaröðun fyrir N1-mótið

N1-mót KA fer fram dagana 4.-7. júlí og það er því aðeins rétt rúm vika til stefnu. Alls verða 188 lið á mótinu í ár og hafa aldrei verið fleiri lið. Hér birtum við drög að styrkleika fyrir mótið en alls verður keppt í 7 deildum eins og undanfarin ár
Lesa meira

Drög að styrkleika fyrir N1 2018

Það er farið að styttast í N1 mótið í ár en mótið fer fram dagana 4.-7. júlí. Alls verða 188 lið á mótinu í ár og hafa aldrei verið fleiri lið. Hér birtum við drög að styrkleika fyrir mótið en alls verður keppt í 7 deildum eins og undanfarin ár
Lesa meira

Staðfest félög á N1-mótið 2018

32. N1-mót KA verður haldið dagana 4.-7. júlí í sumar og er orðið fullt í mótið. Eftirfarandi félög hafa staðfest liðafjölda fyrir sumarið og eru það Kópavogsliðin Breiðablik og HK sem verða fjölmennust í sumar. Nú er öll skipulagning komin á fullt enda að nógu að huga að til þess að taka hér á móti hátt í 2.000 guttum
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is