Föstudagurinn á N1 mótinu!

Í dag, föstudag, klárast riðlakeppnin á N1 mótinu og við tekur úrslitakeppni um lokasæti á mótinu. Reyndar kláruðust riðlarnir í Grísku deildinni í gær og hefst úrslitakeppnin klukkan 14:45 í dag. Þegar riðlakeppnin er búin breytist úrslitasíða keppninnar og taka þá við leikirnir í úrslitakeppninni
Lesa meira

N1 mótið í fullu fjöri, dagur 2 hefst!

31. N1 mót KA er í fullu fjöri og nú hefst annar dagur mótsins. Við minnum á að allir leikir eru aðgengilegir undir LEIKIR OG ÚRSLIT efst á síðunni ásamt því að þar er hægt að sjá úrslit leikja og stöðu í hverri deild fyrir sig.
Lesa meira

KA-TV sýnir beint frá N1 mótinu

KA-TV sýnir beint frá N1 mótinu í ár og mun reyna eftir bestu getu að sýna frá öllum félögum sem taka þátt á mótinu. Endilega fylgist vel með og látið þá vita sem ekki komast að leikir séu sýndir beint hjá okkur.
Lesa meira

Velkomin á 31. N1 mót KA

Í dag er fyrsti dagur N1 mótsins en þetta er 31. mótið í röðinni en fyrsta mótið var haldið árið 1987 og því er 30 ára afmælisár í ár. Keppt er í 7 mismunandi deildum og er hægt að sjá leikjaplanið, stöðu og úrslit á mótinu undir LEIKIR OG ÚRSLIT efst á síðunni. Endilega fylgist vel með þar.
Lesa meira

Pistill til foreldra á N1 mótinu

Við viljum brýna fyrir foreldrum að sýna strákunum á mótinu stuðning hvort sem það eru þeirra eigin eða í liði andstæðingana. Einnig er mikilvægt að sýna dómurunum virðingu en sumir eru þeir að stíga sín fyrstu spor í dómgæslu og allir eru að gera sitt besta. Þá er mikilvægt að við leyfum þjálfurunum að sjá um að stjórna strákunum er í leik komið. Hér er góður pistill sem gott er að lesa fyrir mótið. Hlökkum til að sjá ykkur á N1 mótinu!
Lesa meira

Bíóplanið tilbúið - Power Rangers sýnd

Þá er bíóplanið tilbúið en öllum þátttakendum er boðið í bíó rétt eins og fyrri ár. Myndin sem varð fyrir valin í ár er Power Rangers og er hún sýnd í Borgarbíó. Myndin er um 2 klukkutímar að lengd.
Lesa meira

Leikjaplanið tilbúið

Þá erum við búin að raða upp mótinu og leikjaplanið er því klárt. Endilega rennið yfir planið en mótið hefst klukkan 14:00 á miðvikudeginum 5. júlí.
Lesa meira

Endanleg styrkleikaröðun N1 mótsins 2017

Það er farið að styttast í N1 mótið í ár en það hefst miðvikudaginn 5. júlí klukkan 14:00. Hér birtum við loka styrkleikaniðurröðun, hér eftir tökum við ekki breytingum. Leikjaplan mótsins verður svo gert opinbert á næstunni.
Lesa meira

Color Run á Akureyri

Við bendum á að N1 mótinu lýkur á laugardeginum (8. júlí) fyrir klukkan 16:00. Ekki verður lokahóf að móti loknu eins og venja hefur verið heldur verður kvöldskemmtun á föstudagskvöldinu klukkan 20:30. Stór ástæða fyrir þessari breytingu er að Color Run verður haldið á Akureyri á laugardeginum og hefst það klukkan 16:00.
Lesa meira

Gistiplan N1 mótsins klárt

Eins og alltaf hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir gistiplaninu á N1 mótinu og er það nú tilbúið fyrir mótið í ár. Planið má sjá hér fyrir neðan og þá eru einnig nokkrir góðir punktar varðandi gistinguna.
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is