Eins og venjan er þegar knattspyrna er leikin eru ákveðnar reglur sem þarf að fara eftir.
Athugið að í forkeppni er leikið 2x12 mínútur og er leikhlé 1 mínúta. Efstu tvö liðin í riðli forkeppninnar fara í efri keppnina og neðri tvö í neðri keppnina. Innbyrðisviðureign þeirra liða sem enda í sömu keppninni fylgir þeim áfram.
Reglur N1 mótsins árið 2021 eru eftirfarandi:
- Leikinn er 7 manna bolti á mini-völlum, leiktíminn er 2×15 mínútur og leikhlé er 1 mínúta. Leiktími í forkeppni er hins vegar 2x12 mín.
- Verði lið jöfn að stigum í riðlakeppni ræður markamunur og síðan fleiri skoruð mörk. Að því loknu innbyrðisviðureignir og að öðrum kosti hlutkesti.
- Skiptingar á leikmönnum eru frjálsar.
- Markverði er óheimilt að taka boltann upp með höndum, sendi leikmaður boltann aftur til hans (sama gildir um innköst). - Gerist það skal dómari færa knöttinn beint út á vítateiginn og dæma aukaspyrnu
- Óheimilt er að leika á skrúfutakkaskóm
- Verði jafntefli í lok leikja í úrslitakeppni skal fara fram vítakeppni. Þrjár vítaspyrnur á hvort lið. Verði enn jafnt eftir þrjár spyrnur, þá er ein vítaspyrna á lið uns úrslit nást fram.
- Í markspyrnu (útspark) skal boltinn vera kyrr. Hann þarf ekki að fara útfyrir vítateginn.
- Brjóti leikmaður illa af sér skal þjálfari liðsins skipta honum útaf og setja annan leikmann inná í hans stað.
Séu athugasemdir við skráð úrslit leiks skal tilkynna mótsstjórn um það samdægurs, í síðasta lagi á fararstjórafundi um kvöldið sama dag.