N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Pistill til foreldra á N1 mótinu
03.07.2017
Við viljum brýna fyrir foreldrum að sýna strákunum á mótinu stuðning hvort sem það eru þeirra eigin eða í liði andstæðingana. Einnig er mikilvægt að sýna dómurunum virðingu en sumir eru þeir að stíga sín fyrstu spor í dómgæslu og allir eru að gera sitt besta. Þá er mikilvægt að við leyfum þjálfurunum að sjá um að stjórna strákunum er í leik komið. Hér er góður pistill sem gott er að lesa fyrir mótið. Hlökkum til að sjá ykkur á N1 mótinu!
Lesa meira
Bíóplanið tilbúið - Power Rangers sýnd
01.07.2017
Þá er bíóplanið tilbúið en öllum þátttakendum er boðið í bíó rétt eins og fyrri ár. Myndin sem varð fyrir valin í ár er Power Rangers og er hún sýnd í Borgarbíó. Myndin er um 2 klukkutímar að lengd.
Lesa meira
Leikjaplanið tilbúið
30.06.2017
Þá erum við búin að raða upp mótinu og leikjaplanið er því klárt. Endilega rennið yfir planið en mótið hefst klukkan 14:00 á miðvikudeginum 5. júlí.
Lesa meira
Endanleg styrkleikaröðun N1 mótsins 2017
29.06.2017
Það er farið að styttast í N1 mótið í ár en það hefst miðvikudaginn 5. júlí klukkan 14:00. Hér birtum við loka styrkleikaniðurröðun, hér eftir tökum við ekki breytingum. Leikjaplan mótsins verður svo gert opinbert á næstunni.
Lesa meira
Color Run á Akureyri
29.06.2017
Við bendum á að N1 mótinu lýkur á laugardeginum (8. júlí) fyrir klukkan 16:00. Ekki verður lokahóf að móti loknu eins og venja hefur verið heldur verður kvöldskemmtun á föstudagskvöldinu klukkan 20:30. Stór ástæða fyrir þessari breytingu er að Color Run verður haldið á Akureyri á laugardeginum og hefst það klukkan 16:00.
Lesa meira
Gistiplan N1 mótsins klárt
28.06.2017
Eins og alltaf hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu eftir gistiplaninu á N1 mótinu og er það nú tilbúið fyrir mótið í ár. Planið má sjá hér fyrir neðan og þá eru einnig nokkrir góðir punktar varðandi gistinguna.
Lesa meira
Drög að styrkleikaröðun á N1 2017
27.06.2017
Hér birtum við drög að styrkleikaröðun fyrir N1 mót KA sem fer fram dagana 5.-8. júlí. Alls verða 188 lið á mótinu og verður mótið í ár því það stærsta í sögunni. Alls verða leiknir 792 leikir sem gera alls 23.760 mínútur af fótbolta!
Lesa meira
7 manna bolti leikinn á N1 mótinu
16.06.2017
Við viljum minna á að á N1 mótinu er leikinn 7 manna bolti en ekki 8 manna bolti eins og á Íslandsmótinu
Lesa meira