Fyrsta degi lokið - A og B deildir klárar

Þá er fyrsta degi N1 mótsins í ár lokið og þökkum við kærlega fyrir hve vel hefur verið gengið um svæðið þrátt fyrir bleytuna sem gekk yfir okkur í dag.

Forkeppni Argentísku og Brasilísku deildanna lauk í dag og er nú ljóst hvaða lið eru komin í hvaða deild. Staðan í þeim deildum er nú orðin aðgengileg en við bendum á að einum leik er lokið hjá hverju liði í deildunum þar sem innbyrðisviðureign liðanna sem voru saman í forkeppninni telur í nýjum riðli.

Búið er að uppfæra leikjaplanið með tilliti til hvernig Argentíska deildin og Brasilíska deildin röðuðust upp og má sjá uppfært leikjaplan hér fyrir neðan.

Smelltu hér til að opna leikjaplanið

Smelltu hér til að opna leikjaplanið á pdf formi

Stöður í deildunum:

Argentíska deildin Brasilíska deildin Chile deildin
Danska deildin Enska deildin Franska deildin
  Gríska deildin  


Ef röng úrslit eru skráð á mótinu þá þarf að tilkynna um þau samdægurs, annars fá þau að standa. Það er því gríðarlega mikilvægt að þið fylgist grannt með úrslitum leikja ykkar liða og stöðunni í mótinu.

Þá minnum við á að mótinu lýkur klukkan 18:30 á morgun, fimmtudag, en þá hefst leikur KA og Fjölnis í Pepsi deild karla á Greifavellinum, einnig þekktur sem Akureyrarvöllur, og hvetjum við að sjálfsögðu alla til að mæta á þennan hörkuslag tveggja flottra liða.

Eins og alltaf þá hvetjum við ykkur til að kíkja í mótsstjórnarherbergið ef einhverjar spurningar vakna eða þið hafið einhverjar athugasemdir.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is