N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Föstudagurinn á N1 mótinu!
Í dag, föstudag, klárast riðlakeppnin á N1 mótinu og við tekur úrslitakeppni um lokasæti á mótinu. Reyndar kláruðust riðlarnir í Grísku deildinni í gær og hefst úrslitakeppnin klukkan 14:45 í dag.
Þegar riðlakeppnin er búin breytist úrslitasíða keppninnar og taka þá við leikirnir í úrslitakeppninni. Hér fyrir neðan eru hlekkir á úrslitasíður hverrar keppni fyrir sig:
Úrslit og staða í riðlum:
Argentíska deildin
Brasilíska deildin
Chile deildin
Danska deildin
Enska deildin
Franska deildin
Gríska deildin
Skotfastasti leikmaðurinn á N1 mótinu
Við minnum á að við völl 5 í dag milli klukkan 12:00 og 15:00 mælum við hve fast strákarnir skjóta. Endilega mætið og útkljáum hver er skotfastastur á mótinu!
Ljósmyndun Pedromynda
Pedromyndir hafa verið að mynda keppendur á meðan leikjunum stendur en í dag munu þeir einnig taka liðsmyndir. Þeir eru með aðstöðu við völl 9 í dag sem er rétt hjá þar sem liðin ganga inn í matsalinn. Lið geta komið til þeirra í myndatöku frá klukkan 11:00 til 17:00. Einnig hefst sala á ljósmyndum þeirra í dag.
Eins og alltaf færum við vallarnúmerin og hér má sjá vallarplan dagsins í dag:
Vallarplan - Föstudagur 7. júlí