Color Run á Akureyri

Við bendum á að N1 mótinu lýkur á laugardeginum (8. júlí) fyrir klukkan 16:00. Ekki verður lokahóf að móti loknu eins og venja hefur verið heldur verður kvöldskemmtun á föstudagskvöldinu klukkan 20:30.

Stór ástæða fyrir þessari breytingu er að Color Run verður haldið á Akureyri á laugardeginum og hefst það klukkan 16:00. Venjulegt verð í hlaupið er 6.999 krónur en þátttakendur á N1 mótinu fá 2.000 króna afslátt.

Það er um að gera að skrá sig í hlaupið og gera eitthvað hressandi og skemmtilegt áður en lagt er af stað heim eftir N1 mótið.

Smelltu hér til að kaupa miða í Color Run á Akureyri með N1 móts afslætti



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is