Leikjaniðurröðun N1-mótsins

Þá er rétt tæp vika í að N1-mót KA fari af stað en mótið hefst miðvikudaginn 4. júlí klukkan 12:00 á KA-svæðinu. Mikil eftirvænting hefur eðlilega verið fyrir leikjaplaninu og er það nú tilbúið. Hægt er að sjá það hér fyrir neðan bæði á vefsíðuformi sem og í pdf.

Smelltu hér til að opna leikjaplanið

Smelltu hér til að opna leikjaplanið á pdf formi

Ef einhverjar athugasemdir eru við planið þá skuluð þið ekki hika við að heyra í Ágústi í mótsstjórn en hann er í netfanginu agust@ka.is og í síma 849-3159.

Niðurbrot á leikjum félaga og úrslitasíður eru væntanlegar og þá kemur gistiniðurröðun liðanna seinna í dag.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is