N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Lokadagur N1 mótsins 2017
Í dag fer fram lokadagur N1 mótsins og kemur nú í ljós í hvaða sæti liðin enda. Keppt er um öll sæti á mótinu og fá því öll liðin leik í dag.
Endilega rennið yfir úrslitasíðunni í ykkar keppni til að sjá hvar og hvenær ykkar lið á leik:
Argentíska deildin
Brasilíska deildin
Chile deildin
Danska deildin
Enska deildin
Franska deildin
Gríska deildin
Vallarplan - Laugardagur 8. júlí
Verðlaunaafhending fer fram út á velli en allir bronsleikir eru áætlaðir klukkan 14:25 og allir úrslitaleikir eru áætlaðir klukkan 15:00. Við biðjum ykkur um að hjálpa okkur með að halda tímaplani sem bestu með því að koma þeim liðum sem voru að klára sína leiki sem fyrst út af vellinum.
Myndataka og sala á myndum
Pedromyndir hafa verið að ljósmynda mótið í gríð og erg og voru með liðsmyndatöku í gær. Þeir eru staðsettir við völl 7 í dag eða þar sem liðin fara inn í mat. Endilega kíkið á myndirnar hjá þeim og ef þið misstuð af liðsmyndatökunni í gær er um að gera að kíkja á Pedromyndir, þeir eru góðir og liðtækir!
Eins og alltaf, ef einhverjar spurningar eða vangaveltur koma upp þá skuluð þið ekki hika við að kíkja á okkur í Mótsstjórnarherberginu.