Æfingaleikir á sunnudag

Engin æfing verður á laugardag heldur ætlum við að bjóða nokkrum félögum í heimsókn til okkar upp á KA-svæðið og taka við þau æfingaleiki milli kl. 11-13 á sunnudaginn, 2. Apríl. Hópnum verður skipt í tvennt þar sem sumar stelpur spila frá kl. 11-12 og aðrar frá kl. 12-13. Nánari upplýsingar varðandi liðin og mótherja koma væntanlega inn seint í kvöld eða í síðasti lagi á morgun. Fylgist vel með :)
Lesa meira

Frí á föstudaginn

Þar sem að það spáir hvössu er frí hjá 5.-7. fl á æfingum á föstudaginn. Næsta æfing er því á þriðjudaginn hjá þessum flokkum.
Lesa meira

Föstudagsæfing og Stúlkna mót KA 2017 í sumar

Vegna Goðamóts í 6. flokki kvenna verður æfingin okkar þessa helgina úti á KA-svæði kl 14, föstudaginn 24. Mars. Verður þetta með öllum líkindum síðasta helgaræfingin sem er ekki á hefðbundnum æfingatíma. Einnig vil ég biðja ykkur um að taka helgina 24.-25. Júní frá vegna Stúlkna móts KA. Mótið er afar sterkt og mæta lið að sunnan og etja kappi við okkur á KA-svæðinu.
Lesa meira

Föstudagsæfing þessa vikuna

Vegna Goðamóts í 5. flokki karla verður æfingin okkar þessa helgina færð út á KA-svæðið. Æfingin verður því föstudaginn, 17. Mars kl. 14. Mæta klæddar eftir veðri og með vatnsbrúsann góða.
Lesa meira

Leikir gegn Þór á miðvikudag

Við heimsækjum nágranna okkar í Þór á miðvikudaginn, 8. mars á þeirra æfingatíma. Frí verður á æfingum næstu helgi í stað þessarar spilæfingar. Við höfum einungis 1/4 af vellinum og því skiptir máli að stelpurnar séu mættar tímanlega í KA búning (þó engin skylda), með skóbúnað og góða skapið klárt. Allar stelpurnar spila tvo leiki sem eru 10 mínútúr að lengd.
Lesa meira

Valgreiðsla vegna KA-rútu

Eins og öllum er kunnugt fór KA af stað með rútuferðir fyrir 6. og 7. flokk, úr frístund og í Bogann til að sækja æfingar.
Lesa meira

Frí þessa helgina - Leikir gegn Þór á miðvikudag

Engin æfing verður þessa helgina vegna Stefnumóts KA í 4. flokk karla í Boganum auk þess sem það er skólafrí í grunnskólum bæjarins. Miðvikudaginn í næstu viku, 8.mars hef ég komið upp leikjum gegn Þór og ætlum við að spila á þeirra æfingatíma sem er frá kl. 17 til 18. Nánari upplýsingar varðandi lið, mætingu og fleira kemur í byrjun næstu viku. Ef ykkar stelpa kemst ekki þá má skrifa það í athugasemd á Fésbókar síðu okkar.
Lesa meira

Bíóferð í stað helgaræfingar

Það verður engin æfing þessa helgina hjá okkur. Þess í stað ætlum við að hrista okkur saman og fara í bíó á kvikmyndina Sing. Mæting er á laugardaginn í Borgarbíó kl. 12.30 og hefst myndin kl. 13. Miðinn er á 1000 kr og fylgir popp og gos með því. Mbkv, Anton Orri
Lesa meira

Magna heimsókn, bíóferð og búningaæfing

Æfing á sunnudag á KA svæðinu kl. 11 þar sem Magni frá Grenivík kemur í heimsókn, ferð í bíó og búningaæfing framundan.
Lesa meira

Æfing á föstudag

Laugardagsæfingin fellur niður og æfum við því kl. 14:00 á KA svæðinu næstkomandi föstudag í staðinn. Mikilvægt að koma klæddar eftir veðri og muna eftir vatnsbrúsanum! Sjáumst hress :)
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is