Fáðu fréttir og tilkynningar sendar með tölvupósti
Flýtilyklar
Magna heimsókn, bíóferð og búningaæfing
Sæl verið þið.
Nú er margt á döfinni hjá okkur. Boginn er upptekinn næstu 6 helgar og því æfum við á öðrum tímum. Þessa helgina ætlar Magni frá Grenivík að koma í heimsókn til okkar og ætlum við að hafa lítið mót á æfingunni. Æfingin verður frá kl. 11 til 12 á sunnudaginn, 19. febrúar á KA svæðinu. Skemmtilegt væri ef stelpurnar myndu mæta í KA treyju en alls engin nauðsyn. Á fésbókar síðu okkar megið þið skrifa athugasemd með nafni iðkanda og hvort hún mætir eða ekki.
Laugardaginn 25. febrúar ætlum við að gera okkur glaðan dag í 6. og 7. flokk og fara í bíó á kvikmyndina Sing. Mæting er í Borgarbíó kl. 12.30 en myndin hefst kl. 13. Miðinn er á 1000 kr og fylgir popp og gos með því.
Þriðjudaginn 28. febrúar, daginn fyrir öskudag ætlum við að hafa búningaæfingu. Æfingin verður á hefðbundum tíma og verður farið í leiki og spilað.
Mbkv, Anton Orri
Leit
Skráning á póstlista
Fréttir frá KA-sport.is
- 29.09.2021 Bikarveislan framundan hjá KA/Þór
- 28.09.2021 Nökkvi og Þorri framlengja út 2024
- 28.09.2021 Fjórar frá KA/Þór í A-landsliðinu
- 28.09.2021 Steinþór Már bestur á lokahófi KA
- 28.09.2021 Opinn félagsfundur um málefni Spaðadeildar KA