Suðurferð helgina 3.-5.nóv.

Sæl öll. Stefnt er á að fara suður helgina 3.-5.nóv. í æfingakeppnisferð. Verður lagt af stað á föstudegi og komið til baka á sunnudagskvöld. Gist verður í félagsmiðstöðinni Tónabæ. Spilað verður tvo keppnisleiki á lið. Fleiri upplýsingar um ferðina s.d. kostnað og fleira verða birtar í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Æfingaleikur á miðvikudaginn 24.10.´17

Sæl öll. Á morgun miðvikudag er æfingaleikur hjá okkur við 4.fl.kvk. kl.16.00 á KA-velli og eiga þeir strákar sem eiga að keppa að mæta kl.15.15. Gott að fá leik starx til að koma okkur í gang. Fleiri leikir munu koma í kjölfari.
Lesa meira

Breyttur æfingatími

Sæl öll. Takk fyrir fundinn í gær. Eins og kom fram á fundinum er breyttur æfinga tími á þriðjudögum og miðvikudögum. Þriðjudögum er æfing hjá yngri árið kl.17.00 og eldri kl.18.00. Miðvikudögum er æfing hjá öllum kl.17.10 Varðandi þriðjudagana og þá skörun með æfingatíma hjá fótbolta og handbolta, verður vonandi einhver lausn á því næstunni.
Lesa meira

Foreldrafundur

Sæl öll. Foreldrafundur 4.fl.kk. verður haldinn í KA-heimilinu mánudaginn 23.okt. klukkan 20.30. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir og hvattir til að mæta.
Lesa meira

Ný Facebook síða.

Sæl öll. Það er komin ný facebook síða fyrir 4.fl.kk. árg. 2004-05
Lesa meira

Æfingar hefjast á ný

Sæl öll. Æfingar hefjast í vikunni hjá árg. 2004 og 2005 í 4.fl.kk. Við munum æfa þrisvar í viku í boganum (þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga) og einu sinni í viku á KA vellinum (miðvikudögum). Í boganum á þriðjudögum og miðvikudögum eru tvískiptar æfingar. Árgangarnir æfa á sitthvorri æfingunni. Strákarnir eiga að vera mættir 15 mínútur fyrir æfingar.
Lesa meira

Síðasta æfingavika fyrir haustfrí

Nú er síðasta æfingavika okkar fyrir haustfrí og eru æfingarnar á sama tíma og undanfarið. Svo munu flokkarnir vera í frí frá 1.-15.október en þá munu flokkarnir m.a. skiptast upp og æfingar hefjast í Boganum.
Lesa meira

Næstu æfingar - öllum leikjum lokið

Nú er öllum okkar leikjum lokið þetta sumarið en lið C1 lenti í öðru sæti á íslandsmótinu eftir að hafa unnið KR og Þrótt en tapað naumlega eftir hörku úrslitaleik gegn Stjörnunni. Strákarnir stóðu sig með prýði og geta verið stoltir af árangri sínum en það sama má segja um alla leikmenn flokksins. Nú æfum við saman fram að mánaðarmótum og hvetjum við alla að vera duglega að mæta á æfingarnar.
Lesa meira

Næstu æfingar og úrslitakeppni hjá C1

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá munu 2003 og 2004 árgangarnir æfa saman út mánuðinn en 2005 árgangurinn er með okkur á laugardögum. Um næstu helgi er áætlað að C1 liðið hjá okkur fari suður og spili leiki í úrslitakeppni og fyrir neðan má sjá þá leikmenn sem boðaðir eru í það verkefni. Þá viljum við biðja foreldra þeirra að staðfesta komu þeirra undir facebookfærslunni ásamt því að boða þá á stuttan fund eftir æfingu á mánudaginn þar sem við setjum upp suðurferðina.
Lesa meira

Æfingar hjá 2005 árgang í september

Flokkaskipting hefur orðið og því ganga drengir fæddir 2005 upp í 4. flokk. Æfingar verða úti á KA-velli í september. Æfingapása verður hjá yngriflokkum KA 1.-15. október og þá hefjast æfingar í Boganum.
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is