Innleiðing Sportabler

Nýtt forrit/app sem við tökum í notkun til að halda utan um dagskrá og samskipti flokksins.
Lesa meira

Æfing á sunnudag

Þar sem að KA er að halda Stefnumót fyrir 4. flokk kvenna í Boganum, þá fellur laugardagsæfingin niður. Þessí stað æfum við á sunnudaginn (20. jan) á KA-vellinum. Sami æfingatími og venjulega, klukkan 12-13.
Lesa meira

Skráning á TM mótið

Lesa meira

Fótboltaæfing á vegum KSÍ

Á laugardaginn þá munu þjálfarar á þjálfaranámskeiði KSí III stjórna æfingunni. Hún er aðeins seinna en venjulega á laugardögum. Æfingin byrjar kl. 12.30 og stendur til 14.00
Lesa meira

Fundur um TM mótið í Eyjum

Foreldraráðið ætlar að hafa kynningarfund fyrir foreldra um TM mótið í Eyjum miðvikudaginn 9. janúar kl 20:15 í KA heimilinu. Hvetjum alla til að mæta. kv. foreldraráð 5. fl. kvk
Lesa meira

Fjáröflun

FJÁRÖFLUN: 5.flokk kvk stendur til boða að taka þátt í flösku- og dósasöfnun sem fjáröflun dagana 4-6 jan. Þær geta farið saman 2-4 og safnað í sínum götum og nágrenni. Eitt foreldri þarf að sjá um hvern hóp og koma flöskunum í endurvinnslu og leggja upphæðina inn á reikning flokksins með nafni stelpu/stelpna í ath.semd en upplýsingar um það verða settar inn eftir söfnunina. Vinsamlegast látið vita um þátttöku með því að skrá nafn stelpnanna sem ætla að taka þátt, göturnar sem þær ætla að fara í og símanúmer foreldris á facebooksíðu flokksins 5. fl. KA í knattspyrnu 2018/2019 - stúlkur. Þeir sem ekki eru á facebook geta haft samband við fulltrúa í foreldraráði. Upphæðin sem stelpurnar safna fyrir er skráð á þeirra nöfn.
Lesa meira

Æfingar aftur af stað

Gleðilegt nýtt ár. Þá förum við aftur af stað með æfingar á nýju ári.
Lesa meira

Frí á morgun útaf Stefnumótinu

Á morgun, 17. nóvember, verður engin æfing útaf Stefnumóti KA í Boganum. Næsta æfing er á mánudaginn.
Lesa meira

Frí á morgun

Vegna Goðamóts í Boganum um helgina tökum við frí. Næsta æfing verður því á mánudaginn klukkan 15-16 á KA-svæðinu.
Lesa meira

Æfingaleikir við Þór

Miðvikudaginn 31. október og fimmtudaginn 1. nóvember munum við spila æfingaleiki við Þór. Vegna fjölda skiptum við leikjunum niður á tvo daga.
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is