Liðstjórar fyrir suðurferð næstu helgi 8-10 júlí!

Sæl öll! Þá er komið að næstu suðurferð hjá strákunum og vantar okkur að fá liðstjóra fyrir ferðina. Hulda (Óli Pétur) og Kjartan (Jón) eru búin að bjóða sig fram en vantar okkur að fá 2-3 með þeim. Ef þið sjáið ykkur fært um að fara megið þið setja það í komment hérna undir fréttina. Kostnaðurinn fyrir ferðina kemur inn annað kvöld Kv Foreldraráð
Lesa meira

Tiltekt eftir N1-mót

Sæl öll. Á morgun er tiltekt eftir N1-mótið. það er mikilvægt að allir leggji hönd á plóg og hjálpist að klára þetta skemmtilega mót. Mæting kl.11.00 uppí KA-heimili og síðan verður grillað fyrir strákana á eftir. Strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega á mótinu, nú er bara að klára dæmið og detta í grill á eftir
Lesa meira

Æfingar hefjast á ný, ekki leikir og suðurferð.

Sæl öll. Æfingar hefjast á ný á mánudaginn eftir stutt N1-móts frí. Þeir leikir við Víking R. sem áttu að spilast á þriðjudaginn 05.07.´16 frestast og verða líklega spilaðir í ágúst. Látum vita þegar kemur dagsetning á leikina. Næsta suðurferð er á næsta leiti. Þar munu A, B og C1 spila við Breiðablik og KR en C2 munu etja kappi við Val og Fylki. Ferðin er helgina 08.07.´16 til 10.07.´16 og er sama fyrirkomulag á þeirri ferð og síðustuferð. Farið verður um miðjan dag á föstudegi og komið til baka seint á sunnudegi. Skáningu lýkur kl.21.00 á mánudaginn 04.07.´16 Fleiri upplýsingar um ferðina koma þegar styttist í ferðina.
Lesa meira

Fjáröflun - Vaktir á N1 mótinu!

Það vantar enn á einhverjar vaktir á mótinu. Foreldrum á eldra og yngra árinu stendur til boða að skrá sig á vaktir. Greitt er 4000 kr fyrir hverja vakt. Greiðslan fer inn á fjáröflunarreikning viðkomandi drengs. Til að skrá sig þarf að fara inn á heimasíðu N1 mótsins (www.ka-sport.is > velja fótbolti > velja "N1 mótið" hægra megin á síðunni og sjálfboðaliðar
Lesa meira

Tækniæfingar á morgun og miðvikudag kl.08:00 á KA velli

Við vorum að fá þær upplýsingar að allir okkar strákar eru boðaðir á tækniæfingar á morgun og miðvikudag kl. 08:00 undir stjórn Tufa og Míló. Þessar æfingar fara fram á KA velli. Við hvetjum þá drengi sem tök hafa á að mæta á þessar æfingar.
Lesa meira

Leikir hjá C liðum á morgun á KA vellinum

Á morgun kemur FH með tvö C lið og spila við okkur á KA vellinum. Fyrri leikurinn hefst kl. 16:00 hjá liði C2 og síðari leikurinn kl. 17:30 hjá C1. Frekari upplýsingar um leikina fyrir neðan. Eftir morgundaginn erum við komnir í smá frí þar sem að drengirnir þurfa að standa vaktir á N1 mótinu. Við munum láta vita hér á síðunni hvenær næsta æfing fer fram eftir mótið.
Lesa meira

Æfingin í dag á Akureyrarvelli kl. 16:15

Æfingin í dag er á Akureyrarvelli kl. 16:15. Þar sem fyrirvarinn er skammur þá biðjum við ykkur að láta þetta berast manna á milli.
Lesa meira

Liðin á móti Í.A. og mæting.

Sæl öll. Á morgun föstudag 24.06.'16 munu lið A, B og C1 etja kappi við Íþróttafélag Akrenes í tuðrusparki. Mun þeir leikir vera spilaðir gervigrasvelli K.A. A-lið spilar kl.16.00, mæting kl.15.00 B-lið spilar kl.17.30, mæting kl.16.30 C1-lið spilar kl.19.00, mæting kl.18.00
Lesa meira

Tvískipt æfing á morgun

Á morgun æfum við í tveimur hópum á KA velli. Yngra árið æfir frá kl. 16:00-17:00 og það eldra frá kl.17:00-18:00. Einnig minnum við þá drengi sem eiga eftir að skrá sig í næstkomandi leiki að drífa í því.
Lesa meira

Skráning í leiki og frí

Sæl öll. Næstu leikir eru hjá A, B og C1 á föstudaginn 24.06.2016, C2 spilar síðan á þriðjudaginn 28.06.2016. Óskum við því eftir skráningu í þessa leiki.* Skráningu lýkur á miðvikudags kvöld kl.20.00 Vegna landsleiks Íslands við Austurríki í fótbolta á æfingatíma á miðvikudaginn 22.06.2016, verður gefið frí á æfingu.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is