30. jan 7. flokkur og 6. febrúar 6. flokkur.
Leikjaplan og upplýsingar fyrir 7. flokksmótið 30. janúar - ýta hér :).
Liðin mæta 15 mín fyrir fyrsta leik og drífa sig úr Boganum eftir síðasta leik.
Hvert lið spilar fimm leiki þar sem mjög stutt pása er á milli leikja.
Það er sameiginleg leikklukka og biðjum við liðin að vera snögg að fara á næsta völl.
Einungis mega vera starfsmenn mótsins, keppendur og 2 þjálfarar/liðstjórarar með hverju liði inn í Boganum.
Liðstjórarar og starfsmenn eiga að vera með grímu.
Félögin þurfa að skila inn til mótstjóra hvaða tveir einstaklingar fylgja hverju liði í síðasta lagi á fimmtudaginn.
Aðrir aðdáendur, foreldrar, systkini, afar, ömmur o.s.frv. geta horft á mótið á KA-TV.
Leikir eru sýndir beint á velli 1 á KA-TV og leikir á velli 2 á KA-TV 2.
KA TV er youtuberás - tengill á rásirnar verða settar á facebooksíðu mótsins á laugardaginn.
Keppnissvæði A - vellir 1, 2 og 3
Inngangur að vestan inn um aðalinngang Bogans.
Klósettaðstaða er niðri í búningsklefum en komist er að þeim í gegnum göng sem eru við hliðina á inngangnum.
Keppnissvæði B - vellir A, B og C
Inngangur að sunnan, gengið meðfram Boganum til að komast að innganginum.
Klósettaðstaða í Hamri félagsheimili Þórs.