Föstudagur: Helstu upplýsingar

Í dag, föstudag, klárast riđlakeppnin á N1 mótinu og viđ tekur úrslitakeppni um lokasćti á mótinu. Reyndar kláruđust riđlarnir í Grísku deildinni í gćr og hefst úrslitakeppnin í ţeirri keppni klukkan 12:25 í dag.

Ţegar riđlakeppnin er búin breytist úrslitasíđa keppninnar og taka ţá viđ leikirnir í úrslitakeppninni. Hér fyrir neđan eru hlekkir á úrslitasíđur hverrar keppni fyrir sig:

Argentíska deildin

Brasilíska deildin

Chile deildin

Danska deildin

Enska deildin

Franska deildin

Gríska deildin

Eins og alltaf fćrum viđ vallarnúmerin og hér má sjá vallarplan dagsins í dag:

Vallarplan - Föstudagur 1. júlí

Ljósmyndun Pedromynda

Pedromyndir hafa veriđ ađ mynda keppendur á međan leikjunum stendur en í dag munu ţeir einnig taka liđsmyndir. Ţeir eru međ ađstöđu viđ völl 9 í dag sem er rétt hjá ţar sem liđin ganga inn í matsalinn. Liđ geta komiđ til ţeirra í myndatöku frá klukkan 11:00 til 17:00. Einnig hefst sala á ljósmyndum ţeirra í dag.

Freestyle sýningar í dag

Ekki verđur ađeins hćgt ađ fylgjast međ frábćrum fótbolta á N1 mótinu sjálfu heldur gefst mótsgestum einnig tćkifćri á ađ sjá magnađa takta tveggja atvinnumanna í svo kölluđum "Freestyle" fótbolta sem hefur notiđ mikilla vinsćlda á undanförnum árum.

Soufiane Bencok hefur unniđ fjölmargar "Freestyle" og "Street style" keppnir út um allan heim og komst í 8 manna úrslit á HM í "Freestyle" fótbolta 2011, 2012 og 2013.

Ilyas Touba er, ţrátt fyrir ungan aldur, margfaldur "Street style" og "Panna KO" meistari. Hann varđ heimsmeistari í "Panna KO" 2014 og er ríkjandi Evrópumeistari sömuleiđis.

Ţeir félagar verđa međ ţrjár sýningar í dag á sparkvellinum viđ Lundarskóla en Lundarskóli er viđ hliđina á KA-svćđinu. Sýningarnar eru klukkan 11:00, 14:30 og 16:30.

Fararstjórafundur kvöldsins

Eins og fyrri kvöld ţá er fararstjórafundur í kvöld klukkan 22:00, hinsvegar gerum viđ ađeins betur viđ okkur en áđur og höldum fund kvöldsins á Strikinu ţar sem verđa í bođi léttar veitingar. Mjög mikilvćgt ađ öll félög eigi ađila á fundinum.

Víkingaklapp fyrir EM sjónvarpiđ

Eins og allir vita ţá leikur Ísland gegn Frökkum í 8-liđa úrslitum EM á sunnudaginn. Klukkan 16:00 í dag ćtlum viđ ađ hópast saman á gervigrasvellinum og taka víkingaklappiđ frćga, ţađ verđur tekiđ fyrir framan myndavél SportTV og verđur svo sýnt í EM sjónvarpinu, ţađ er ţví um ađ gera ađ fjölmenna og ná upp magnađri stemningu fyrir sjónvarpiđ, áfram Ísland!Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is