N1 mótið hefst í dag - nokkrir punktar

N1 mótið hefst klukkan 12:00 í dag, miðvikudag, og erum við gríðarlega spennt að hefja þessa veislu með ykkur.

Leikjaplan

Leikjaplan mótsins má finna á https://n1motid.torneopal.com/. Viljum biðja liðin um að yfirfara leiki sína aftur til að ganga úr skugga um að réttar upplýsingar berist til allra keppenda.

Vallarplan

KA-svæðið

Alls eru 12 vellir á KA-svæðinu og er leikið alla dagana á völlunum. Athugið að á föstudegi og laugardegi er einungis leikið á KA-svæðinu.

Akureyrarvöllur

Vellir 13, 14, 15 og 68 eru niður á Akureyrarvelli en leikið er á völlunum á miðvikudegi og fimmtudegi.

Bílastæði

Í samvinnu við Akureyrarbæ höfum við lokað götum í grennd við KA-svæðið til að útbúa bílastæði fyrir þá sem sækja mótið heim. Endilega farið vel yfir kortið hér fyrir neðan og leggjumst á eitt að leggja ekki ólöglega.

Bíóplan

Öll liðin á mótinu fara í bíó og hefur þeim verið raðað niður á sýningar í Nýja Bíó á meðan móti stendur. Allar upplýsingar varðandi bíóið má finna með því að smella hér.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is