N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Lokadagur N1 mótsins 2016
Í dag fer fram lokadagur N1 mótsins og kemur nú í ljós í hvaða sæti liðin enda. Keppt er um öll sæti á mótinu og fá því öll liðin leik í dag.
Endilega rennið yfir úrslitasíðunni í ykkar keppni til að sjá hvar og hvenær ykkar lið á leik:
Athugið! Lið í Dönsku deildinni leika á völlum 10 og 11 í dag (fyrir utan bronsleikinn og úrslitaleikinn), vinsamlegast komið þessum skilaboðum áfram.
Leikirnir sem áttu að fara fram á völlum 4 og 5 klukkan 11:30, 12:05 og 12:40 hafa verið færðir á velli 1 og 2 og eru eftirfarandi:
Kl. 11:30 Þór 2 - Þróttur R 3 | Völlur 1
Kl. 11:30 Breiðablik 3 - Víkingur R 2 | Völlur 2
Kl. 12:05 Vestri 1 - ÍBV 1 | Völlur 1
Kl. 12:05 Fjarðab./Leiknir 1 - Valur 2 | Völlur 2
Kl. 12:40 Leikur um 19. sætið | Völlur 1
Kl. 12:40 Leikur um 17. sætið | Völlur 2
Vallarplan - Laugardagur 2. júlí
Lokahófið fer fram klukkan 18:00 í íþróttasalnum en þar verða bæði skemmtiatriði og verðlaunaafhending. Veitt eru verðlaun fyrir ýmislegt tengdu mótinu þannig að lokahófið er eitthvað sem þú vilt ekki missa af!
Þá minnum við á að lokamáltíðin á mótinu er hádegisverðurinn sem er kjúklingaleggir m/bökuðum kartöflubátum, hrásalati, maiskorn og cockteilsósu. Hádegisverðurinn opnar klukkan 11:30 eins og venjulega.
Myndataka og sala á myndum
Pedromyndir hafa verið að ljósmynda mótið í gríð og erg og voru með liðsmyndatöku í gær. Þeir eru staðsettir við völl 7 í dag eða þar sem liðin fara inn í mat. Endilega kíkið á myndirnar hjá þeim og ef þið misstuð af liðsmyndatökunni í gær er um að gera að kíkja á Pedromyndir, þeir eru góðir og liðtækir!
Skotfastasti leikmaðurinn
Veitt eru verðlaun fyrir skotfastasta leikmann mótsins, í boði er að mæla skotkraftinn sinn á milli klukkan 10:00 og 15:00 í dag á sparkvellinum við Lundarskóla.