Leikjaplanið og gistiplanið klárt!

N1 mótið hefst á miðvikudaginn klukkan 12:00 og birtum við nú leikjaplan mótsins sem og gistiplanið. Á miðvikudeginum fer fram forkeppni í A-B, C-D, E-F og G-H keppnum auk þess sem Í keppnin leikur tvær umferðir. Það eru því margir spennandi leikir framundan á fyrsta degi mótsins.

Athugið að í forkeppninni fara efstu tvö liðin í riðlinum áfram í efri keppnina en neðri tvö í þá neðri. Innbyrðisviðureign liðanna tveggja sem fara í sömu keppni gildir áfram.

Dæmi: Breiðablik 5 og Hamar 1 enda í efstu tveimur sætum í forkeppnisriðli sínum í C-D. Hamar 1 vinnur leik liðanna í forkeppninni og er því með 3 stig þegar kemur að riðlakeppninni í C keppninni.

Hægt er að skoða leikjaplanið undir LEIKIR OG ÚRSLIT efst á síðunni. Við minnum á að vegna forkeppninnar raðast leikir liðanna í A-H keppnunum á síðari dögum mótsins ekki upp fyrr en eftir leiki liðanna á miðvikudeginum.

Ef einhverjar athugasemdir eru við leikjaplanið skal senda tölvupóst á netfangið n1mot@ka.is.

Þá er gistiplan mótsins einnig komið inn undir upplýsingar á mótinu en einnig er hægt að skoða það með því að smella hér. Gist verður í Brekkuskóla, Síðuskóla, Oddeyrarskóla, Giljaskóla, Naustaskóla og Háskólanum á Akureyri.

Næst á dagskrá hjá okkur er svo að útbúa bíóplan mótsins.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is