N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Dagskrá SportTV uppfærð, allar upplýsingar um dag 2 hér
Vegna mistaka hjá okkur þurfti að breyta sýningarleikjum SportTV í dag. Hér má sjá uppfærða dagskrá SportTV frá mótinu en við viljum benda á að á heimasíðu SportTV má sjá þá leiki sem þeir hafa sýnt. Einnig er hægt að fara til þeirra með USB kubb og fá afrit af leik fyrir einungis 500 krónur.
Vallarskipulag
1. Samherji | 2. Kjarnafæði | 3. Goði | 4. Eimskip |
5. Bónus | 6. Vodafone | 7. Höldur | 8. Landsbankinn |
9. N1 | 10. Sjóvá | 11. Greifinn | 12. Icelandair |
Vallarskipulagið breytist á hverjum degi, það er að segja númerin á völlunum munu flakka aðeins, þetta er gert til að sjá til þess að sem flest lið fái sýningarleik á SportTV sem sýnir beint frá mótinu á netinu og bendum við öllum til að fylgjast vel með þeirra glæsilega starfi. Einnig er þetta kerfi haft á til að sjá til þess að lið séu ekki alltaf að spila á sömu völlunum, sérstaklega þar sem þeir eru aðeins mismunandi í gæðum.
Leikjaskipulag N1 mótsins
- Hérna má skoða leikjaniðurröðun mótsins á netinu -
- Hérna má sækja leikjaniðurröðun mótsins á excel skjali -
Hér má svo nálgast leikjaskipulag hvers félags á mótinu
Dagskrá SportTV
Eins og kom fram áður sýnir SportTV frá mótinu og á morgun (fimmtudag) munu þeir sýna frá völlum númer 3, 9 og 10. Við bendum að sjálfsögðu á að fylgjast grannt með SportTV.is en hér er plan þeirra fyrir fimmtudaginn 2. júlí
kl. 09:30 | Stjarnan 7 - Grótta 3 | Völlur 5 |
kl. 10:05 | Grindavík 3 - Þróttur R 5 | Völlur 5 |
kl. 10:40 | Valur 5 - Breiðablik 17 | Völlur 5 |
kl. 11:15 | ÍBV 1 - Víkingur R 1 | Völlur 6 |
kl. 11:50 | Njarðvík 1 - Álftanes 1 | Völlur 6 |
HLÉ | Pása | |
kl. 13:35 | KR 6 - Njarðvík 2 | Völlur 5 |
kl. 14:10 | KA 8 - Fjölnir 9 | Völlur 5 |
kl. 14:45 | HK 6 - Valur 5 | Völlur 5 |
kl. 15:20 | HK 1 - Leiknir R 1 | Völlur 5 |
kl. 15:55 | Fjölnir 3 - FH 2 | Völlur 5 |
kl. 16:30 | Selfoss 2 - Fjölnir 5 | Völlur 5 |
kl. 17:05 | ÍA 3 - Tindastóll 1 | Völlur 5 |
HLÉ | Pása | |
kl. 18:15 | BÍ/Bolungarvík 1 - KR 2 | Völlur 11 |
kl. 18:50 | Keflavík 2 - Þróttur R 3 | Völlur 11 |
kl. 19:25 | Fram 4 - Fjarðabyggð 2 | Völlur 11 |