N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Bíóplanið er tilbúið!
28.06.2016
N1 mótið hefst á morgun, miðvikudag, klukkan 14:00 og er allt að verða klárt fyrir þessa risaveislu hér á KA-svæðinu.
Í dag varð síðasta breytingin á leikjaplaninu okkar fyrir mót en Fjölnir 4 færðist upp í Chile deildina á sama tíma og KA 3 fór niður í Dönsku deildina.
Skoða leikjaplanið á vefnum
Skoða leikjaplanið í excel
Skoða leiki liða
Bíóskipulagið er tilbúið og hvetjum við ykkur öll til að kíkja á það og sjá hvenær ykkar lið á bókað í bíó. Myndin Central Intelligence varð fyrir valinu hjá vinum okkar í Borgarbíó.
Við viljum benda liðsstjórum á að skipuleggja vel bíóferðina upp á að það náist tímanlega í bíó-ið sem og í næsta leik eftir sýninguna.