Lokadagur Greifamótsins 2018

Þá er laugardagur að kveldi kominn og lokadagur mótsins framundan. Mótið hefur heppnast mjög vel og stefnum við að sjálfsögðu að halda því áfram á morgun og klára mótið með stæl. Við höfum uppfært leikjaplan mótsins fyrir daginn í dag og má nálgast það hér.

Smelltu hér til að nálgast uppfært leikjaplan mótsins fyrir sunnudag

Skoða stöðuna í Gulu deildinni

Skoða stöðuna í Rauðu deildinni

Skoða stöðuna í Grænu deildinni

Skoða stöðuna í Bláu deildinni

Öll lið fá þátttökupening þegar þau klára sinn síðasta leik á mótinu og verður mark á vellinum þar sem hægt verður að mynda stelpurnar með peninginn sinn. Þegar keppni í hverri deild fyrir sig lýkur fær efsta liðið bikar að launum.

Keppnisfyrirkomulag morgundagsins er eftirfarandi, en þar sem KF mætti ekki til leiks þá höfum við brugðist við með því að færa Fjölni 2 yfir í Bláu deildina og leikir í Grænu deildinni sem Fjölnir 2 átti að leika falla niður.

Í gulu deildinni þá klárum við einfaldlega þá leiki sem eftir eru og það lið endar efst sem hefur unnið sér inn flest stig.

Í rauðu deildinni þá klárast deildarfyrirkomulagið fyrir hádegi, eftir hádegi er leikið um sæti. Liðin sem enduðu í 6. og 7. sæti spila um 6. sætið, 4. og 5. sætið leika um 4. sætið og 1. 2. og 3. sætið leika í nýjum þriggja liða riðli um efstu sætin.

Í grænu deildinni þá er leikið samkvæmt plani nema að leikir gegn Fjölni 2 falla niður þar sem við færum það lið yfir í Bláu deildina.

Í bláu deildinni þá leika Höttur 2, Víkingur 5, Höttur 3 og Þróttur 4 um efstu sætin á meðan önnur lið, ásamt þá Fjölni 2 leika um næstu sæti.

Að venju bendum við á að ef einhverjar spurningar koma upp þá skuluð þið ekki hika við að kíkja á okkur hér í mótsstjórnarherberginu.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  KA@KA.IS