Flýtilyklar
Leikjaplan Íslandsbankamótsins er klárt!
19.06.2020
Nú er spennan orðin gríðarleg hér á KA-svæðinu enda hefst Íslandsbankamótið á morgun! Leikjaplanið er klárt og er hægt að skoða það með því að smella á eftirfarandi hlekk.
Smelltu hér til að skoða leikjaplan Íslandsbankamótsins árið 2020
Keppt er í fjórum deildum sem er skipt eftirfarandi:
Gula deildin | Rauða deildin | Græna deildin | Bláa deildin |
ÍR 1 | Höttur 1 | ÍR 3 | Höttur 2 |
KA 1 | ÍR 2 | KA 4 | ÍR 4 |
KA 2 | KA 3 | KA 5 | KA 6 |
KR 1 | KR 2 | KR 3 | KR 4 |
Þór 1 | Þór 2 | Þór 3 | Þór 4 |
Þróttur 1 | Þróttur 2 | Þróttur 3 |
Í gulu deildinni spila allir við alla tvívegis en í öðrum deildum er leikið einu sinni við alla og loks á sunnudeginum er liðunum skipt upp í tvo riðla (1.-3. sætið saman og 4.-6. sætið saman) og leika liðin þar um sæti á mótinu.