Íslandsbankamót KA 2022 hefst 18. júní!

Dagana 18. til 19. júní 2022 verður Íslandsbankamót KA í 7. flokki stúlkna haldið á KA-svæðinu á Akureyri. Þetta er í sjöunda skiptið sem mótið fer fram en mikil ánægja hefur verið með mótið og lið allstaðar af landinu hafa tekið þátt.

Eins og áður verður liðunum er skipt í nokkra getuflokka til að fá jafna og skemmtilega leiki. Á laugardeginum leikur annar hópurinn fyrir hádegi á meðan hinn hópurinn fer í bíó eða aðra afþreyingu. Þetta víxlast svo eftir hádegið en þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel.

Mótið hefst klukkan 9:00 laugardaginn 18. júní og lýkur með verðlauna¬afhendingu sunnudaginn 19. júní. Allir leikir fara fram á gervigrasvelli KA-svæðisins.

Mótsgjald fyrir hvern þátttakanda er 12.000 krónur og 6.000 krónur fyrir hvern þjálfara og liðsstjóra. Hvert lið þarf að hafa að minnsta kosti einn liðsstjóra. Ekkert skráningargjald né liðsgjald er á mótið. Frekari upplýsingar um mótið veitir Ágúst Stefánsson í netfanginu agust@ka.is

Mótið takmarkast við ákveðinn fjölda liða og er skráning á mótið til 24. maí 2022



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  KA@KA.IS