Flýtilyklar
Unglingalandsmót UMFÍ framundan
Sælir krakkar á aldrinum 11-18 ára.
Eins og þið kannski vitið að þá er framundan núna Unglingalandsmóti UMFÍ um verslunnarmannahelgina og er það haldið á Akureyri þetta árið.
Margar íþróttir eru í boði og hvet ég ykkur til að skoða heimasíðu UMFI.
Ein af þeim íþróttum sem er í boði er fótbolti, en KA og Þór halda utan um fótboltann saman.
Leikir hjá 11 - 14 ára krökkum verða spilaðir í Boganum og 15 - 18 ára krakkar munu keppa hérna á svæðinu hjá okkur. Hvet ég alla iðkendur til að skrá sig í fótboltann og taka þátt í þessu skemmtilega móti. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu UMFÍ.
Ragnar Heiðar er sérgreinastjóri knattspyrnunar (Ásamt Nonna hjá Þór) og ef það vakna einhverjar spurningar að þá hvet ég ykkur að hafa samband við mig á netfangið ragnar@ka.is
Gott er að minnast á það að okkar krakkar borga einungis 4.000 kr í keppnisgjöld, en ekki 6.000 kr eins og þeir sem koma annarstaðar frá.
Og síðast en ekki síst viljum við auðvitað benda foreldrum á að svona mót tekst ekki nema með samstiltu átaki innan félagsins og óskum við því eftir sjálfboðaliðum til að hjálpa okkur með mótið. Ekki er um matarvaktir eða klósettþrif að ræða eins og N1 mótinu, heldur meira um að stilla upp völlunum, vera í gæslu og hreinlega vera bara til staðar og tilbúinn í tilfallandi verkefni. Þið megið endilega heyra í mér í gegnum netfangið mitt ef þið hafið áhuga á að aðstoða og gera þann hluta sem KA sér um á landsmótinu sem glæsilegastan.
ÁFRAM KA !