Öllum er velkomið að prófa nokkrar æfingar í fótbolta hjá KA áður en barnið er skráð iðkandi í félaginu. Áður en er prófað er æskilegt að heyra í þjálfara viðkomandi flokks.
Skráning iðkenda fer fram í gegnum Sportabler og þú skráir þig inn hér:
sportabler.com/shop/ka/fotbolti
Frístundaávísun frá Akureyrarbæ fyrir árið 2023 er kr. 45.000 fyrir börn 2006-2017.
Þú sækir hana í kerfinu þegar þú greiðir æfingagjaldið.
Sportabler: Sportabler er forrit þar sem þjálfarar, foreldrar og iðkendur sjá æfing- og keppnisplan. Þegar nýr iðkandi byrjar er best að foreldri sendir tölvupóst á alli@ka.is með kennitölu iðkandans.
Búningar: Fyrirkomulagið er að hvert barn á sína keppnistreyju og fæst hún í M SPORT í Kaupangi, ásamt öðrum búnaði tengdum fótbolta.
Barn fætt 2012-2018 velur sér númer á treyjuna sem er svo sett á hjá M SPORT. Barn fætt 2004-2011 fær úthlutað númeri hjá Alla í alli@ka.is. Haustið 2023 draga árgangar 2012 og 2013 númer.
Kær kveðja,
Aðalbjörn Hannesson (Alli) yfirþjálfari 2.-4. fl, alli@ka.is
Andri Freyr Björgvinsson yfirþjálfari 5.-8. fl, andrifreyr@ka.is