Hárbönd, húfur og heimaleikur!

Á morgun (fimmtudag) tekur KA á móti Fjarðabyggð á Akureyrarvelli og húfur og hárbönd eru til forpöntunnar í KA-heimilinu í dag milli 15 og 17.

Þeir sem vilja merkt hárbönd þurfa að mæta á svæðið og panta en þetta er gert í gegnum 6. flokk kvenna. Hægt er að greiða á staðnum með peningum eða korti. Stúlkurnar sem sjá um að selja þetta verða í anddyri KA-heimilisins milli 15 og 17 í dag. Sjá meðfylgjandi auglýsingu.

Þá tekur KA á móti Fjarðarbyggð kl. 19:15 á morgun, fimmtudaginn 7. júlí þrátt fyrir að auglýsing í N4 dagskránni hafi sagt laugardag (fimmtudagur er rétt). Við hvetjum alla til þess að mæta á völlinn í þeirri einmuna blíðu sem umlykur okkur Akureyringa þessa dagana og þrátt fyrir undanúrslit á EM. KA-strákarnir eru efstir í deildinni og ætla sér að halda toppsætinu með sigri. Stuðningur iðkenda KA og foreldra þeirra er gríðarlega mikilvægur. Sjáumst á vellinum!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is