Fótboltarúta - allar upplýsingar og skráning hér

Þriðjudaginn 6. október munum við hefja akstur áður auglýstrar fótboltarútu KA sem mun aka börnum í 1.-4. bekk til æfinga í Boganum í vetur. Keyrt verður á þriðjudögum og fimmtudögum.

Hér koma allar helstu upplýsingar.

Skrá þarf barnið, hvort það muni nýta rútuna eða ekki. Koma þarf fram í skráningunni í hvaða flokk barnið er, hvort það komi í rútuna úr frístund (og í hvaða skóla) og hvort að við eigum að skila barninu aftur í frístund eða hvort barnið komi sér sjálft heim. Skráning er hér að neðan í gegnum google forms. Einungis þeir sem hafa skráð barnið fyrst í gegnum Nóra á námskeið vetrarins geta skráð í rútuna.

Starfsmaður frá KA verður í rútunni og mun, ásamt starfsfólki skólanna, sjá til þess að börnin komist örugglega upp í rútu og inn í skóla aftur að æfingu lokinni.

Nemendur í 1. og 2. bekk (7. flokkur) verða keyrðir á æfingar, og aftur til baka. Nemendur í 3. og 4. bekk (6.flokkur) verða keyrðir á æfingar.

Mjög æskilegt er að krakkarnir séu klædd í fótboltafatnað í skólanum þessa daga og fá þau að geyma töskur og stærstu yfirhafnirnar í skólanum, svo ekki þurfi að burðast með það í rútuna og út í Boga.

Tímatafla rútunnar er svona (og er eins bæði þriðjudaga og fimmtudaga). Taflan gæti tekið smávægilegum breytingum en það verður auglýst sérstaklega.

7. flokkur
Brottför frá Brekkuskóla 13:20
Brottför frá Naustaskóla 13:30
Brottför frá Lundarskóla 13:40
Áætlaður komutími í Bogann: 13:48

Brottför frá Boganum 15:10
Stopp í Lundarskóla 15:16
Stopp í Naustaskóla 15:25
Stopp í Brekkuskóla 15:35

6. flokkur
Brottför frá Brekkuskóla 14:20
Brottför frá Naustaskóla 14:30
Brottför frá Lundarskóla 14:40
Áætlaður komutími í Bogann 14:48

Það er á ábyrgð foreldra að koma krökkum úr 6. flokki heim af æfingum.


Ef einhver spurningar vakna er hægt að hafa samband við Alla (alli@ka.is) eða Siguróla (siguroli@ka.is)



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is