Æfingar í vikunni

Þar sem lítur út fyrir að öllum mótum sé lokið í Boganum þá sjáum við fram á að byrja aftur að æfa á laugardögum fram á vor. Annars er vikan með hefðbundnu sniði nema eitthvað annað komi upp í vikunni.
Lesa meira

Áætluð keppnisferð til Reykjavíkur í Apríl.

Sæl öll. Ákveðið hefur verið að fara keppnisferð til Reykjavíkur helgina 29.-30.April. Spila öll lið tvo æfingaleiki. Skráning og aðrar upplýsingar koma á síðuna þegar nær dregur. Kveðja þjálfarar.
Lesa meira

Æfing í dag kl. 15:00 á KA velli

Eins og kom fram á æfingu í gær þá ætlum við að vera með æfingu kl. 15:00 í dag á KA vellinum. Engar styrktaræfingar vegna gistingar í KA heimilinu.
Lesa meira

Næstu æfingar

Um næstu helgi er síðasta mótið í Boganum í bili sem truflar æfingatímann okkar á laugardögum og því munum við líklega aftur æfa á föstudaginn en nánari upplýsingar um það birtast síðar. Annars eru æfingar vikunnar eins og vanalega.
Lesa meira

Allir saman á styrktaræfingu á morgun kl. 14.15

Þar sem margir leikmenn virðast vera fjarverandi á morgun þá munu allir vera saman á styrktaræfingu kl. 14:15 á undan fótboltaæfingunni sem hefst kl. 15:00 á KA vellinum.
Lesa meira

Varðandi æfingu á fimmtudaginn

Í kringum æfingar á fimmtudaginn ætlar Skúli Bragi þjálfari yngstu flokka KA að biðja drengina um að svara nokkrum spurningum skriflega er varða lokaverkefni hans í Háskólanum á Akureyri. Því viljum við biðja drengina sem eru á æfingu frá 17-18 að staldra aðeins lengur við (ca. 20 mín) eftir æfingu og hópinn sem æfir frá 18-19 að koma 17:15 til að svara þessum spurningum.
Lesa meira

Næsta vika hjá okkur

Nokkuð hefðbundin æfingavika að hefjast hjá okkur. Við munum æfa allir saman á föstudag í stað laugardags vegna móts í Boganum.
Lesa meira

Flottu Stefnumóti lokið - frí á mánudag

Þá er flottu Stefnumóti lokið og við þjálfarar erum mjög sáttir við frammistöðu okkar drengja um helgina. Það er ljóst að við erum á réttri leið í undirbúningi okkar fyrir íslandsmótið í sumar og því er bara að halda áfram að æfa vel. Í dag mánudag eru allir leikmenn í fríi og svo mætum við sprækir á þriðjudag.
Lesa meira

Greiðsla fyrir mót

Greiða þarf fyrir mótið áður en það hefst.
Lesa meira

Stefnumótið (3.-5.mars)

Sæl öll. Næstu helgi (3.-5.mars) tökum við þátt í Stefnumóti K.A. sem haldið er í Boganum. Við verðum með fjögur lið á mótinu. KA-1 í A-riðil KA-2 í B-riðil KA-3 í C1-riðil KA-4 í C2-riðil Upplýsingar um leiktíma liða og annað sem varðar mótið er á síðu Stefnumótsins http://fotbolti.ka.is/stefnumot/4-fl-karla
Lesa meira


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is