Tjaldsvæði

Tjaldsvæði á Akureyri 5. júlí - 8. júlí 2023

Við bjóðum gesti velkomna á tjaldsvæðið á Akureyri í sambandi við N1 mótið. Nú er aðeins eitt tjaldsvæði á Akureyri en það er að Hömrum við Kjarnaskóg, því tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti hefur verið lokað.

Á Hömrum munum við merkja svæði fyrir þau félög sem hafa samband við okkur og óska eftir að fá að halda hópinn. Við þurfum að fá áætlaðar fjöldatölur sem fyrst en í síðasta lagi fyrir 30. júní.

Þessi svæðaskipting er þó eingöngu til viðmiðunar og þæginda fyrir tjaldgestina en ekki hægt að líta á skiptinguna þannig að viðkomandi blettur sé frátekinn fyrir ákveðið félag. Við getum ekki vísað tjaldsgestum frá sem þegar eru á svæðinu hyggjast dvelja hjá okkur um lengri tíma vegna einhverra sem hugsanlega eiga eftir koma síðar. Við getum ekki ábyrgst að allir nái að halda hópinn.

Stranglega er bannað að tjaldgestir sem koma fyrr á svæðið helgi sér svæði fyrir þá sem seinna koma. Sama á við aðgengi að rafmagnstenglum.

Tjaldsvæðið að Hömrum er stórt og getur tekið á móti mjög mörgum gestum og þar eru yfir 200 tenglar til rafmagnstenginga. Um N1 mótið verða takmarkanir á því að hafa bíla hjá gistieiningum svo fleiri komist fyrir á tjaldflötunum.

Við gerum okkar besta til að skipuleggja móttöku tjaldgesta þannig að sem flestir fái þá þjónustu sem þeir óska eftir. Mikil ásókn hefur verið í það að láta merkja svæði fyrir ákveðin félög. Það hefur komið fyrir á undanförnum árum að við höfum merkt félögum svæði fyrir ákveðinn fjölda gistieininga en síðan hafa miklu færri mætt. Það er mikilvægt að félögin reyni að áætla fjölda gistieininga eins nákvæmlega og hægt er.

Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að félög hafi boðað til grillveislna eða annarra viðburða inni á tjaldsvæðinu að Hömrum. Þetta hefur orsakað mikinn óþarfa akstur um svæðið og valdið tjaldgestum hættu og ónæði. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að heimila ekki slíkar samkomur inni á svæðinu.

Gistigjöld á tjaldsvæðunum er kr. 2.100,- pr. nótt fyrir 18 ára og eldri. Á Hömrum er veittur afsláttur ef greitt er fyrir fleiri nætur í einu við komu. Fyrsta nóttin er á kr. 2.100,- og aðrar nætur á 1.900. Ath. Þetta á eingöngu við ef greitt er fyrir allar næturnar í einu.

Aðgangur að rafmagni kostar kr. 1.300 pr. sólarhring. En ekki er víst að allir nái að tengja sig við rafmagn þessa helgi. Af reynslu s.l ára er rétt að benda á að truflanir hafa orðið á rafmagnstengingum vegna mikillirnar notkunar sérstaklega frá kvöldmat og fram eftir nóttu. Biðjum við notendur á rafmagnsteglum að stilla rafmagnsnotkunn sinni í hóf til að forðast útslátt vegna oflestunar.

Þvottur kostar kr. 600. þvottaefni kr. 100 og þurrkari kr. 600. pr. skipti. Aðgangur að sturtum er inni í gistigjaldinu að Hömrum en við biðjum gesti að vera tillitsama og vera ekki lengi í sturtu.

Rétt er að benda á að á tjaldsvæðunum gilda almennar tjaldsvæðareglur sem eru eftirfarandi:

1. Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 18 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verði önnur.
2. Gestum ber að hafa samband við tjaldvörð og greiða dvalargjöld.
3. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki og er takmörkuð við akstur inn og út af svæðinu. Hámarkshraði er 15. km/klst.
4. Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð eða öðru.
5. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
6. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
7. Sorp skal sett í þar til gerð ílát, flokkað eftir þeim reglum sem gilda á tjaldsvæðinu.
8. Hundar mega aldrei vera lausir eða án eftirlits á tjaldsvæðinu eða valda öðrum gestum ónæði eða ótta.
9. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
10. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri af tjaldsvæðinu.

Það er von okkar að allir geti fundið sér stað til hæfis í tjaldsvæða gistingu um þessa fjölmennu ferðahelgi.

Með kveðju Fh. Hamra, útilífsmiðstöðvar skáta Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is