N1 mót KA 3. til 6. júlí 2024
N1 mót KA er fyrir 5. flokk karla
Miðvikudagur 3. júlí
- Forsvarsmenn liðanna koma í KA-heimilið og fá afhent armbönd sem gilda fyrir þátttakendur, fararstjóra og þjálfara á meðan á mótinu stendur. Einnig er mótsgjöfin sótt.
- Afhending mótsgagna og gjafa er í KA-heimilinu frá kl. 10:30.
- Liðin koma sér fyrir í gistiaðstöðu.
- Leikir hefjast kl. 12:00
- Síðustu leikir enda kl. 21:30
- Kvöldmatur frá kl 17:00 - 20:00 ath. að skoða vel leikjaniðurröðun liðanna með tilliti til þess hvenær best er að koma í kvöldmat.
- Fararstjórafundur verður í KA-heimilinu kl. 22:30 og er mælst til þess að a.m.k. einn forsvarsmaður frá hverju liði komi á fundinn.
Fimmtudagur 4. júlí
- Morgunverður kl. 07:00 - 09:30
- Leikir hefjast kl. 08:30
- Síðustu leikir enda kl. 18:25
- Hádegismatur kl. 11:30 – 14:00
- Kvöldmatur frá kl. 17:00 – 20:00
- Fararstjórafundur í KA-heimilinu kl 21:00
Föstudagur 5. júlí
- Morgunverður kl. 07:00 – 09:30
- Fyrstu leikir hefjast kl. 08:30
- Síðustu leikir enda kl. 19:55
- Hádegismatur kl. 11:30 – 14:00.
- Kvöldmatur frá kl 17:00 – 20:00
- Kvöldskemmtun í Höllinni kl. 20:30. Allskonar skemmtiatriði og myndband mótsins sýnt.
Laugardagur 6. júlí
- Morgunverður kl. 07:00 – 09:30
- Fyrstu leikir hefjast kl. 08:00
- Úrslitaleikir enda kl. 16:30
- Hádegismatur kl. 11:30-14:00
Mótsgjald
- Einungis þeir sem greiða mótsgjald fá armband sem gildir sem fullgildur þátttakandi á mótinu, þegar raðað er í skólastofur og matur eldaður er miðað við þá sem greiða fyrir aðgang. Mótsgjald skal greitt 10. júní með því að leggja inn á reikning KA. 0162-26-1660. Kt. 510991-1849 og muna að taka fram hvaða lið er að greiða, senda kvittun á n1mot@ka.is
- Upplýsingar varðandi greiðslu skal senda á n1mot@ka.is
Ýmislegt
- Gefið verður út veglegt N1 mótsblað þar sem sjá má allar helstu upplýsingar um mótið ásamt öðrum fróðleik.
- Hundar eru stranglega bannaðir á KA-svæðinu. Biðjum við fólk að virða þessa reglu þar sem komið hafa upp atvik þar sem bæði ofnæmisviðbrögð og ofahræðsla barna hafa átt sér stað.
- Það eru vinsamleg tilmæli að nota einungis einbreiðar vindsængur.
- Veitingasala er í KA-heimilinu.
- Það eru vinsamleg tilmæli til allra liða að biðja aðstandendur að gefa strákunum næði til þess að spila skemmtilega leiki og ekki síst að háttvísi verði í hávegum höfð, vinsamlega komið þeim skilaboðum til fylgismanna liða að standa ekki inn á völlunum þegar leikir fara fram.