Útsendingar KA-TV - panta upptökur

KA-TV stendur í ströngu á meðan N1 mótið er í gangi en stöðin sýnir beint frá velli 8 auk þess að sýna frá velli 14 á Greifavellinum. Við minnum á að ef ykkar lið á leik á þessum völlum er um að gera að skrifa niður nöfn leikmanna ásamt númeri og koma því á KA-TV aðilana. Á KA-svæðinu er KA-TV í sendibíl við völl 8 og á Greifavellinum er KA-TV í hvítum gám við völl 14.

Hægt er að kaupa eintak af sjónvarpsleikjum mótsins en hver leikur kostar 500 krónur. Borgað er með millifærslu en við hvetjum ykkur til að panta að móti loknu þannig að ef ykkar lið leikur fleiri en einn leik á sjónvarpsvellinum getið þið pantað alla leiki liðsins í sömu pöntun.

Smelltu hér til að panta KA-TV upptöku



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is