N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Myndband N1 mótsins og listi yfir sigurvegarana
N1 mót KA var haldið dagana 1.-4. júlí 2015 og var mótið það 29. í röðinni. Um er að ræða stærsta mótið hingað til, keppendur um 1.800, 180 lið frá 39 félögum og alls 758 leikir sem gera 22.740 mínútur af fótbolta!
TimeRules margmiðlunar framleiðslufyrirtæki frá Húsavík mætti á KA svæðið og gerði þetta glæsilega myndband um mótið.
Þrátt fyrir stærðina og allt umfangið þá gekk mótið eins og í sögu og ekki skemmdi fyrir að veðrið var til fyrirmyndar og þá sérstaklega á lokadegi mótsins þegar úrslitin réðust.
Sigurvegarar á mótinu
N1 mótsmeistari: Fylkir
Argentíska deildin: Breiðablik 1
Brasilíska deildin: Fjölnir 3
Chile deildin: Fylkir 3
Danska deildin: Viking Færeyjar 1
Enska deildin: Þróttur Vogum 1
Franska deildin: ÍR 3
Gríska deildin: ÍR 4
Stuðboltar mótsins: Viking Færeyjar
Prúðastir innan vallar: Grótta
Sveinsbikarinn: Snæfellsnes (prúðastir utan vallar)
Skotharðasti leikmaðurinn: Schelzen, Leiknir Reykjavík
Bestu leikmenn Argentísku deildarinnar:
Markmaður: Magnús Orri Fjölvarsson, Fylkir
Varnarmaður: Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Sóknarmaður: Danijel Djuric, Breiðablik
Bestu leikmenn Brasilísku deildarinnar:
Markmaður: Viktor Oddgeirsson, Stjarnan
Varnarmaður: Óli Valur, Álftanes
Sóknarmaður: Kári Vilberg, Breiðablik
Bestu leikmenn Chile deildarinnar:
Markmaður: Páll Magnús, ÍR
Varnarmaður: Þorkell Víkingsson, Fylki
Sóknarmaður: Hermann Borgþórsson, Sindri
Bestu leikmenn Dönsku deildarinnar:
Markmaður: Jonatan Lervig, Viking Færeyjar
Varnarmaður: Egill Vigfússon, ÍR
Sóknarmaður: Pætur Sörensen, Viking Færeyjar
Bestu leikmenn Ensku deildarinnar:
Markmaður: Davíð Másson, Grótta
Varnarmaður: Alexander Scott, Þróttur Vogum
Sóknarmaður: Auðunn Fannar Hafsteinsson, Keflavík
Bestu leikmenn Frönsku deildarinnar:
Markmaður: Stefán Freyr Jónsson, BÍ/Bolungarvík
Varnarmaður: Jósef Gabríel Guðmundsson, ÍR
Sóknarmaður: Elias Isaksen, Viking Færeyjar
Bestu leikmenn Grísku deildarinnar:
Markmaður: Halldór Óskar Gautason, ÍR
Varnarmaður: Vigfús Bjarki Ingvarsson, Haukar
Sóknarmaður: Róbert Leó Gíslason, ÍA
37 íslensk félög tóku þátt og komu þau allstaðar að á landinu en einnig var gaman að sjá Viking frá Færeyjum mæta til leiks með 2 lið og Lund frá Svíþjóð mæta með 1 lið. Það er því aldrei að vita að mótið stækki enn næstu árin og að erlendu liðunum fjölgi enn frekar.
Þá undirrituðu KA og N1 undir nýjan samning til næstu fjögurra ára og því ljóst að N1 mótið verður áfram stórt og glæsilegt en næsta mót er einmitt það 30. í röðinni.
Tónlistin í myndbandinu: Úlfur Úlfur