N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Mikilvægar upplýsingar! Breytingar fyrir dag 3
Þá er öðrum keppnisdegi á N1 mótinu lokið og hefur mótsstjórn ákveðið að gera breytingar á plani mótsins til að bregðast enn frekar við Covid-19 hættunni.
Til stóð að á morgun, föstudag, yrði einungis leikið á KA-svæðinu en þess í stað verða fjórir vellir færðir á Greifavöllinn og aðeins leikið á 8 völlum á KA-svæðinu. Þetta er gert til að dreifa fjöldanum betur og auðvelda okkur að stýra og halda svæðisskiptingu gildandi. Gæsla verður einnig aukin til að koma í veg fyrir að fólk fari á milli svæða.
Það er alveg ljóst að ef fólk fer ekki eftir reglum og fyrirmælum er næsta skref að banna aðkomu annarra en keppenda, þjálfara og liðsstjóra að keppnissvæðinu.
Breytingin er eftirfarandi:
KA-svæðið
Vellir 9 og 10 færast yfir á ytra grassvæði og munu tilheyra svæði 1 ásamt völlum 11 og 12. Gengið er inn við völl 9 og völl 11. Sér salerni og sjoppa er fyrir svæðið.
Vellir 5 og 8 halda sér en vellir 6 og 7 fara inn á gervigrassvæðið og tilheyra svæði 2. Gengið er inn á svæðið upp rampinn við gervigrasið. Sér salerni og sjoppa er fyrir svæðið.
Greifavöllur
Vellir 1, 2, 3 og 4 færast niður á Greifavöllinn og er áfram sama regla á svæðinu. Fyrir velli 1, 2 og 3 eru áhorfendur í stúkusvæðinu en við völl 4 mega áhorfendur þess vallar koma sér fyrir. Sér salerni og sjoppa er í stúkunni fyrir Greifavöllinn.