N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Lokadagur mótsins
Þá er komið að lokadegi N1 mótsins, nú kemur í ljós hverjir standa uppi sem sigurvegarar og í hvaða sætum allir enda, spennan er því í hámarki!
Vallarplan
Við breytum númerunum á völlunum í dag eins og við höfum gert á öllum dögunum og hér má sjá skipulag síðasta dagsins, athugið að allir úrslitaleikir mótsins eru spilaðir á völlum 1, 2 og 3 sem er gervigrasið okkar.
Leikjaplan
Leikjaplanið í dag er aðeins breytilegt þar sem við erum í útsláttarkeppni og því ekki unnt að sjá hverjir mótherjarnir verða og á hvaða velli verður leikið fyrr en úrslit úr leikjum fyrr í dag eru komin inn. Hér er hægt að nálgast stöðuna í öllum keppnum (A-G) og bendum við fólki á að fylgjast áfram vel með til að sjá hvenær leikirnir eru og hvernig þetta raðast upp seinni partinn í dag:
Argentíska deildin
Brasilíska deildin
Chile deildin
Danska deildin
Enska deildin
Franska deildin
Gríska deildin
Viljum benda á að leikur Fram 5 og Völsungs 2 sem átti að fara fram klukkan 11:30 á velli 6 fer fram á vellinum við hliðiná (númer 7) og það klukkan 10:55.
Dagskrá SportTV
SportTV.is heldur áfram að sýna beint frá leikjum mótsins og bendum við að sjálfsögðu öllum á að fylgjast vel með útsendingu þeirra. Planið þeirra mun uppfærast betur þegar líður á daginn en til að byrja með er planið þeirra fyrir daginn svona:
kl. 09:10 | KA 6 - Njarðvík 2 | Völlur 6 |
kl. 09:45 | HK 5 - ÍA 4 | Völlur 6 |
kl. 10:20 | Þróttur V 1 - Grótta 3 | Völlur 6 |
kl. 10:55 | Stjarnan 11 - HK 6 | Völlur 6 |
kl. 11:30 | Breiðablik 12 - Skallagrímur 2 | Völlur 12 |
kl. 12:05 | Þór Gestir 1 - Fram 1 | Völlur 1 |
kl. 12:40 | KF/Dalvík 2 - Breiðablik 14 | Völlur 12 |
kl. 13:15 | Stjarnan 9 - Fjarðabyggð 3 | Völlur 12 |
kl. 13:50 | ÍA 1 - FH 1 | Völlur 1 |
kl. 14:25 | Þróttur R 1 - Stjarnan 1 | Völlur 1 |
kl. 15:00 | Bronsleikur A-liða | Völlur 1 |
kl. 15:35 | Úrslitaleikur E-liða | Völlur 1 |
kl. 16:10 | Úrslitaleikur B-liða | Völlur 1 |
kl. 16:45 | Úrslitaleikur A-liða | Völlur 1 |
Skotfastasti maður mótsins
Við byrjuðum að mæla í gær hve fast strákarnir geta skotið boltanum og höldum áfram í dag svo við hvetjum alla til að mæta milli klukkan 12 og 15 í dag við völl 3 (síðasti gervigrasvöllurinn) og láta á reyna.
Ljósmyndir af mótinu
Pedromyndir hafa verið að taka myndir af strákunum á meðan leik stendur og hafa einnig verið að taka hópmyndir af liðunum. Ef þig langar að skoða úrvalið af myndunum eða kaupa eintak þá geturðu farið til Pedromynda og bjargað því. Þeir eru staddir við völl 7 í hvítu tjaldi.
Ef liðið þitt á eftir að mæta í hópmyndatöku þá er um að gera að kíkja á þá félaga og biðja um að fá mynd.
Gjafir til keppenda
Allir keppendur fá gjöf fyrir þátttökuna á mótinu. Aðili frá hverju félagi getur náð í gjafir fyrir sitt félag til okkar frá klukkan 10:00 til 12:00 í KA-Heimilinu. Ekki er afhent til sérstaks liðs (t.d. KA 3) heldur á að sækja allar gjafir til félagsins (t.d. KA).
Félög með mörg lið (t.d. Breiðablik með 17 lið) mega endilega senda fleiri heldur en einn aðila til að auðvelda það að koma gjöfunum til sinna manna.
Lokahófið í kvöld
Úrslitaleikur A-liða er lokaleikur mótsins og er áætlað að hann endi klukkan 17:20 en líklegt er þó að honum ljúki eitthvað örlítið síðar vegna hugsanlegra vítaspyrnukeppna í leikjum mótsins í dag.
Klukkan 18:00 hefst lokahóf mótsins þar sem sigurvegarar mótsins eru verðlaunaðir, skemmtiatriði verða og mikið fjör. Það er allavega ljóst að þú vilt ekki missa af lokahófinu í KA-Heimilinu (fer fram í íþróttasalnum þar sem maturinn hefur verið)