Dagur 2 farinn af stað, virðum öryggissvæðin!

Forkeppnum N1 mótsins lauk í gær og eru því öll lið komin í endanlega keppni sína. Hægt er að skoða leikjaprógram liðanna bæði undir leikjaprógram sem og á stöðusíðum hverrar deildar undir Leikir og Úrslit.

Leikirnir í dag eru 2x15 mínútur og skiptir gríðarlega miklu máli að liðin séu tilbúin fyrir leik auk þess sem að liðin séu fljót að yfirgefa völlinn að leik loknum svo við getum haldið tímaplani.

Við minnum ykkur á að virða öryggissvæði mótsins. Öll svæði eru með salernisaðstöðu og sjoppu, það þarf því ekkert að sækja milli svæða. Hlýðum Víði og förum með öllu að gát!

  • Vellir 1-4 eru saman á öryggissvæði með salerni og sjoppu (rauðmerkt á mynd)
  • Vellir 5,6,11 og 12 eru saman á öryggissvæði með salerni og sjoppu í Lundarskóla (gulmerkt á mynd)
  • Vellir 7-10 eru saman á öryggissvæði með salerni og sjoppu við KA-Heimilið (blámerkt á mynd)

Vellir 13-16 eru á Greifavellinum og er salerni og sjoppa í stúkunni á vellinum. Áhorfendur fyrir leiki á völlum 13-15 skulu vera í stúkunni á vellinum en áhorfendur við völl 16 geta farið inn á vallarsvæðið og komið sér fyrir í kringum þann völl.

Aðeins fullorðnir með liðsstjóraarmband mega fara inn í skólana þar sem liðin gista. Sama með matsal og bíó.

Þá minnum við á að boltaleikir og fleira er stranglega bannað inn í skólunum auk þess sem umgengni má vera betri. Stöndum saman í þessu!

Fararstjórafundur kvöldsins er klukkan 21:30 í íþróttasal KA-Heimilisins, áfram mikilvægt að öll félög séu með fulltrúa á fundunum.

Pedromyndir verða með liðsmyndatöku á föstudaginn á eftirfarandi svæðum. Svæði 1 (vellir 1-4) milli 10-12, svæði 2 (vellir 7-10) milli 13 og 15 og loks svæði 3 (vellir 5-6 og 11-12) milli 15 og 17.

KA-TV verður áfram með beinar útsendingar frá völlum 8 og 14 í dag. Við minnum á að ef ykkar lið á leik á þessum völlum er um að gera að skrifa niður nöfn leikmanna ásamt númeri og koma því á KA-TV aðilana. Á KA-svæðinu er KA-TV í sendibíl við völl 8 og á Greifavellinum er KA-TV í hvítum gám við völl 14.

Hægt verður að kaupa eintak af sjónvarpsleikjum mótsins og munum við auglýsa það síðar í dag. Hver leikur mun kosta 500 krónur og verður sendur að móti loknu.

KA-svæði - Völlur 8

Greifavöllur - Völlur 14



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is