N1 mótið 2025 fer fram dagana 2.-5. júlí
Flýtilyklar
Breytingar fyrir lokadag N1 mótsins
Lokadagur N1 mótsins er á morgun, laugardag, og stefnum við á að gera enn betur í forvörnum okkar gegn Covid-19. Við gerum aftur breytingu á vallarplani mótsins og pössum vel upp á að fara ekki beint á milli svæða.
Athugið að skoða vel stöðuna í hverri deild fyrir sig til að sjá á hvaða velli leikið er og klukkan hvað. Vegna breytinganna á vallarsvæðinu gætu breytingar hafa orðið.
KA-svæðið
KA-svæðinu er nú skipt í þrennt og er salernisaðstaða og sjoppa fyrir sérhvert svæði.
Á svæði 1 eru vellir 1, 2, 3 og 4.
Á svæði 2 eru vellir 7, 8, 9 og 10.
Á svæði 3 eru vellir 5 og 6.
Greifavöllur
Á Greifavellinum eru vellir 11 og 12. Öll aðstaða fyrir áhorfendur er á stúkusvæðinu sem og salerni og sjoppa.