Beinar útsendingar frá N1 mótinu

Það gleður okkur að geta loks tilkynnt að N1 mót okkar KA manna mun, í samstarfi við sporttv.is, verða fyrsta yngri flokka mót landsins í fótbolta til að sýna beint frá öllu mótinu.

Myndavél verður staðsett á gervigrasinu allt mótið og ná því yfir þá velli sem þar eru og svo verður önnur sem mun færast um svæðið. Því verður beint útsending frá byrjun til enda móts.

Teljum við að með þessu getum við fært mótið heim í stofu til ömmu og afa, frænku og frænda, pabba og mömmu sem ekki komust að horfa á fótboltasnilling fjölskyldunnar.

Er það von okkar og trú að fólk muni taka vel í þetta framtak okkar og flykkjast fyrir framan tölvuskjáinn.

Meiri upplýsingar þegar nær dregur!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  saevar@ka.is