Flýtilyklar
Frábæru Greifamóti lokið
Þá er Greifamóti KA lokið í ár og tókst mótið mjög vel rétt eins og undanfarin ár. Gleðin var í fyrirrúmi hjá stelpunum sem og stuðningsmönnum liðanna. Veðurguðirnir voru góðir við okkur um helgina og hjálpaði það einnig við framkvæmd mótsins og erum við KA menn í skýjunum með hve vel tókst um helgina.
Alls var leikið í fjórum deildum og hétu þær eftir litum.
Í gulu deildinni stóð Þróttur uppi sem sigurvegari en KA og KA 2 fylgdu á eftir í næstu sætum.
Í rauðu deildinni sigraði lið ÍR, Víkingur og Þróttur komu næst á eftir.
Í grænu deildinni stóð Víkingur 3 uppi sem sigurvegari og næst á eftir komu Höttur og Þróttur 3.
Í bláu deildinni stóð Höttur 3 uppi sem sigurvegari og þar á eftir komu Víkingur 5 og Höttur 2.