Breyting á leikjaplani mótsins

Vegna mistaka hjá mótsstjórn í niðurröðun í styrkleika höfum við þurft að gera breytingu á leikjaplaninu. Breytingin er sú að Víkingur 3 fer úr Rauðu deildinni og í þá Grænu. Fyrir vikið eru 7 lið í Rauðu deildinni og 9 lið í Grænu deildinni.

Nálgast má leikjaskipulagið með að smella hér.

Ef einhverjar spurningar eru varðandi skipulagið þá skuluð þið ekki hika við að kíkja á okkur í Mótsstjórnarherberginu.

Óbreytt er skipulagið að Gula og Græna deildin leiki í dag, laugardag, frá 9 til 12 og Rauða og Bláa deildin leiki frá 13 til 16.

Gula deildin Rauða deildin Græna deildin
KR Grótta Afturelding 2
Afturelding ÍR Fjölnir 2
Fjölnir KA 3 Höttur
KA KA 4 KA 5
KA 2 KR 2 KR 3
Víkingur Víkingur 2 Víkingur 3
Þór Þróttur 2 Víkingur 4
Þróttur   Þór 2
    Þróttur 3


Í Bláu deildinni er hinsvegar leikið í tveimur 5 liða riðlum á laugardeginum, liðunum er svo skipt upp í tvo nýja riðla á sunnudeginum og leikur hvert lið því 7 leiki á mótinu.

Riðill A Riðill B
Höttur 2 Höttur 3
KR 5 KR 4
KF KA 6
Grótta 2 ÍR 2
Víkingur 5 Þróttur 4


Breytingin lýsir sér þannig að í Rauðu deildinni leika öll lið gegn hvort öðru og leika þar með 6 leiki í deildarskipulagi. Loks er leikið um sæti, liðin í 6. og 7. sæti leika gegn hvort öðru, og liðin í 4. og 5. sæti einnig. Þá leika liðin í 1., 2. og 3. sæti nýjan riðil um sigur í deildinni. Liðin leika því 7 til 8 leiki.

Græna deildin er áfram þannig að öll lið mæta hvort öðru en þar sem liðin eru orðin 9 þá leikur hvert lið 8 leiki.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  KA@KA.IS