Almennt um æfingagjöld

Almennt um æfingagjöld hjá yngri flokkum KA í fótbolta.

Skilyrði er að skráning sé framkvæmd í upphafi tímabils.

Almennt eru leyfðir prufutímar í samkomulagi við þjálfara.

Æfingagjald er greitt í gegnum félagagjaldakerfið okkar – https://ka.felog.is/

Ef forráðamaður getur ekki greitt í í félagagjaldakerfinu með greiðsluseðli eða greiðslukorti þarf að hafa samband við gjaldkera í gegnum tölvupóst yngriflokkarad@gmail.com

Veittur er 10% systkinaafsláttur af hverju systkini.

Veittur er 10% millideildaafsláttur innan KA.

Tómstundaávísun Akureyrarbæjar er hægt að nýta og mikilvægt er að haka í nýtingu hennar í skráningaferlinu.

Mikilvægt er að hafa samband við Yngriflokkaráð KA ef um fjárhagserfiðleika er að ræða og finna úrlauns sem leiðir til áframhaldandi þátttöku iðkandans.

Ef iðkandi hættir á miðju tímabili eru gjöldin ekki endurgreidd. Hægt er að sækja um undanþágu frá þessu til Yngriflokkaráðs KA. Ekki er heimilt að endurgreiða Tómstundaávísun Akureyrarbæjar.

Innheimtuferli

Öll æfingagjöld sem ekki eru greidd á eindaga fara í innheimtu hjá Mótus, sem er skv. ferli í félagagjaldakerfinu okkar.

Það er mikilvægt að hafa strax samband ef forráðamaður sér fram á að geta ekki greitt gjaldfallna greiðsluseðla.

Æfingagjöldin standa undir rekstri flokka og deilda og þar er megin útgjaldaliðurinn laun þjálfara félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is