Töp með minnsta mun

Töp með minnsta mun
Margrét og Saga Líf.

Þrátt fyrir ágætis frammistöðu kláruðu Margrét og Saga Líf riðilinn sigurlaust með U17 á Opna Norðurlandamótinu í Danmörku.

Í fyrsta leiknum töpuðu þær stöllur gegn Svíþjóð með sigurmarki í leikslok á mánudaginn. Á þriðjudag þá var Margrét í byrjunarliði og Saga kom inná sem varamaður þegar liðið tapaði einnig 1-0 en nú gegn Noregi og aftur kom markið seint.

Í síðasta leik riðilsins átti liðið góðan leik gegn Þýskalandi þar sem Þjóðverjar höfðu betur 2-1. Saga Líf var í byrjunarliði í þeim leik en Margrét ónotaður varamaður.

Á laugardaginn mæta stelpurnar Englendingum í leik um 7. sæti. Það er því ljóst að stelpurnar koma heim reynslunni ríkari eftir að hafa mætt þessum stórþjóðum í kvennafótboltanum.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is