Skemmtileg vika hjá 6. kv

Skemmtileg vika hjá 6. kv
Stelpurnar fengu að sýndu snilli sína í keilu.

Það var líf og fjör hjá um tuttugu stelpum sem fóru í keilu og fengu pizzu í kjölfarið um síðustu helgi þegar æfing féll niður þar sem Boginn var upptekinn vegna Stefnumóts KA í 3. og 4. fl kvenna.

Stelpurnar æfðu á þriðjudag og fimmtudag þar sem áherslan var á sendingar í ljósi þess að á föstudag mættu þær stöllum sínum úr Þór í æfingaleikjum sem fóru vel fram.

Um áramótin urðu þjálfaraskipti í hópnum en Búi tók við af Ásgeiri Óla sem lét af störfum vegna anna. Ásamt Búa eru Alli og Andri að þjálfa flokkinn. Það er gaman að segja frá því að bæði Alli og Búi eru með UEFA A-þjálfaragráðu en það er einsdæmi að 6. flokkur hafi tvo UEFA A-þjálfara. 

Í flokknum eru um 25 stelpur sem æfa vel en þeirra stærsta verkefni í vetur er Goðamót í Boganum um miðjan mars.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is