Sjö úr 4. fl á hæfileikamót KSÍ og N1

Sjö iðkendur úr 4. fl voru valin á hæfileikamót KSÍ og N1 sem fram fer á höfðuborgasvæðinu. Fyrr í sumar og síðasta vetur voru haldnar æfingar hjá þessu sama verkefni á Norðurlandi undir stjórn Halldórs Björnssonar landsliðsþjálfara U17. Þar áttum við í KA um 20 iðkendur og valdi Halldór sjö af þeim til að mæta á lokahelgina.

Fyrirkomulagið á lokahelginni er að það eru fyrirlestrar á föstudag frá landsliðsþjálfurum ásamt almennri fræðslu hvað þarf til að ná árangri í fótbolta. Á laugardag og sunnudag er skipt í lið og spilað 11-manna leiki.

Eftirfarandi strákar fóru síðustu helgi:
Arnór Ísak Haddsson, Egill Gauti Atlason, Óli Einarsson og Viktor Smári Elmarsson.

Eftirfarandi stelpur fara næstu helgi:
Birta Rós Blöndal, Hafdís Björg Davíðsdóttir og Jóna Margrét Arnarsdóttir.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is