Silfur í 4. fl karla C!

Strákarnir í C1 í 4. fl karla spiluðu um helgina í úrslitariðli um Íslandsmeistaratitilinn. Í sumar spiluðu þeir í A-riðli þar sem þeir unnu alla sína leiki. 

Á föstudaginn unnu þeir sterkan 2-1 sigur á KR eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Það sem gerði sigurinn enn sætari var að sigurmarkið kom á síðustu mínútu leiksins.

Á laugardaginn unnu þeir sannfærandi 4-1 sigur gegn Þrótti og því ljóst að okkar menn áttu séns á að verða Íslandsmeistarar þegar einungis einn leikur var eftir.

Á sunnudaginn mættu þeir Stjörnunni sem einnig hafði unnið báða sína leiki en voru með betri markamun en okkar drengir. Við komumst yfir 1-0 en Stjörnumenn svöruðu með tveimur mörkum og þar við sat. Stjörnumenn fögnuðu því Íslandsmeistaratitlinum en silfur staðreyndin hjá okkar drengjum sem verður að teljast mjög góður árangur.

Óskum drengjunum og þjálfurum þeirra til hamingju með silfrið!



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is