Rútumál - uppfærð tímatafla og upplýsingar

Nú þegar rútan hefur gengið í tæpar tvær vikur er komin smá reynsla á þetta og þetta eru því nýjustu upplýsingar:

Vegna fjölda hefur þessu verið skipt í tvær rútur. Það er ein rúta sem fer einungis með Lundarskóla-Boginn-Lundarskóli og önnur sem fer Brekkuskóli-Naustaskóli-Boginn-Naustaskóli-Brekkuskóli.
Vegna þessa þá hefur skapast smá svigrúm með tíma. Þar af leiðandi er ný tímatafla svona:

Þriðjudagur og fimmtudagur:
Brottför frá Brekkuskóla 13:30 (7. flokkur) og Naustaskóla 13:40 (7. flokkur). Áætluð heimkoma í Naustaskóla 15:20 og Brekkuskóla 15:25
Brottför frá Brekkuskóla 14:30 (6. flokkur) og Naustaskóla 14:40 (6. flokkur).
Brottför frá Lundarskóla 13:40 (7. flokkur). Áætluð heimkoma 15:15 frá Boganum. 
Brottför frá Lundarskóla 14:40 (6. flokkur).

Hagnýtar upplýsingar:

-Nesti: Það er á ábyrgð krakkana en ekki má borða í rútunni. Ef krakkarnir vilja taka með sér box/lítinn poka er ekkert sem við segjum við því.

-Forföll: Gott er að heyra af forföllum, þar sem við reynum að merkja við alla sem eru í rútunni á hverjum degi. Forföll má tilkynna til Alla eða Siguróla

-Einu sinni í viku: Þeir sem að eru skráðir í rútuna en nota t.d. bara annan daginn mega láta okkur vita. Það sparar okkur hellings vinnu að vita ca. hvað eru margir á hverjum degi.

-Mjög mikilvægt er að láta okkur vita ef þið sækið börnin ykkar í 7. flokki á æfingar og þau taka rútuna ekki til baka!! 

-Skráning: Nú ættu allir að vera skráðir, bæði í rútuna og Nóra. Þeir sem ekki eru búnir að skrá sig þurfa að gera það hið snarasta.

afboðanir og spurningar má senda á siguroli@ka.is eða alli@ka.is

 

Annars hefur þetta gengið vonum framar og er það góðum undirbúningi ykkar að þakka líka. Við minnum enn og aftur á að hafa börnin fótboltaklædd þá daga sem rútan gengur, til þess að þau þurfi ekki að skipta um föt fyrir æfingu.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is