N1-mótsmeistarar!

Árangur KA á N1-mótinu var sá besti hingað til. Þrjú gull, eitt silfur og eitt brons var niðustaðan sem þýddi að KA fékk verðlaun fyrir bestan sameiginlegan árangur. 

Strákarnir í 5. fl skipuðu níu lið. Árangurinn var eins og áður sagði mjög góður en sjö lið komust í 8-liða úrslit. Hin tvö liðin voru mjög nálægt því en vantaði einungis að breyta jafntefli í sigur í einum leik og þá hefðu þau komist í 8-liða úrslit. Í brasilísku deildinni var mjög áhugaverður úrslitaleikur en þar mættust KA 2 og KA 3 í hörku leik.

Við óskum strákunum og þjálfurum þeirra til hamingju með frábæran árangur.

Þjálfarar 5. fl karla tímabilið 2016/2017 eru Atli Fannar Írisarson, Callum Williams, Pétur Heiðar Kristjánsson, Skúli Bragi Magnússon, Slobodan Milisic, Steingrímur Örn Eiðsson og Þorsteinn Már Þorvaldsson.

Það voru þó ekki einungis strákar úr 5. fl karla sem tóku þátt því eldra árið í 6. fl karla var með þrjú lið þar sem að eitt af þeim bar sigur úr bítum í dönskudeildinni. Þá skipuðu stelpurnar í 5. fl tvö öflug lið sem létu strákana hafa fyrir því.

Eftirfarandi voru valdir menn leiksins hjá KA í úrslitaleikjum mótsins:
Ari Valur Atlason, Valdimar Logi Sævarsson, Mikael Breki Þórðarson og Þormar Sigurðsson.

Hér má sjá 5. fl karla liðin ásamt sigurvegrum dönsku deildarinnar sem koma úr 6. fl.


Hér fyrir ofan eru silfurhafar í Brasilísku deildinni.

Hér fyrir ofan eru sigurvegarar Brasilísku deildarinnar.

Hér fyrir ofan eru bronshafar í Chile deildinni.

Hér fyrir ofan eru sigurvegarar frönsku deildarinnar.

Hér fyrir ofan eru sigurvegarar dönsku deildarinnar.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is