Líf og fjör á Landsbankamótinu

Líf og fjör á Landsbankamótinu
Silfurhafararnir stóðu sig vel um helgina.

Það voru flottir drengir úr 5. fl sem léku á Landsbankamóti Breiðabliks um helgina. 

Það voru 56 drengir sem tóku þátt í sex liðum frá KA. Mótið byrjaði snemma á föstudaginn og voru því strákarnir ásamt þjálfurum og liðstjórum mættir suður á fimmtudaginn.

Það var nóg að gera hjá þjálfurum flokksins um helgina en alls spilaði KA 42 leiki um helgina. Gengi liðanna var misjafnt enda mótið mjög sterkt en flest öll sterkustu lið landsins tóku þátt.

Það ber helst að nefna að C-lið KA endaði í 2. sæti eftir spennandi úrslitaleik gegn Stjörnunni og E-liðið komst í undandúrslit þar sem 4. sæti varð niðurstaðan.

Samkvæmt plani átti að keyra heim sunnudagskvöldið en vegna veður gista strákarnir eina nótt í viðbót og keyra heim á mánudaginn. 



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is