KA átti 25 leikmenn á KSÍ æfingum í nóvember

KA átti 25 leikmenn á KSÍ æfingum í nóvember
Anna Rakel fór á A-landsliðsæfingar í nóv.

Í nóvember áttum við flotta fulltrúa á KSÍ æfingar bæði á höfuðborgasvæðinu sem og hér á Akureyri.

Í mánuðinum fóru Berglind Baldursdóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir á æfingar hjá U17 og Aron Dagur Birnuson, Áki Sölvason, Daníel Hafsteinsson, Harpa Jóhannsdóttir, Margrét Árnadóttir, Saga Líf Sigurðardóttir, Sara Mjöll Jóhannsdóttir og Æsa Skúladóttir á æfingar hjá U19 ára liði Íslands. Anna Rakel Pétursdóttir gerði þó gott betur og fór á æfingar hjá A-landsliðinu.

KSÍ var með landshlutaæfingar fyrir leikmenn fædda 2002 og 2003 í Boganum í nóvember.

Helgina 12.-13. nóvember fóru Birta Rós Blöndal, Lilja Björg Geirsdóttir, Hafdís Björg Davíðsdóttir, Jóna Margrét Arnarsdóttir, Margrét Mist Sigursteinsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir á landshlutaæfingu undir stjórn Úlfar Hinrikssonar þjálfara U17 kvenna.

Helgina 26.-27. nóvember fóru Arnór Ísak Haddsson, Atli Snær Stefánsson, Egill Gauti Atlason, Máni Freyr Helgason, Óli Einarsson, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson, Viktor Smári Elmarsson og Þorvaldur Daði Jónsson á landshlutaæfingu undir stjórn Frey Sverrissonar þjálfara U16 karla.

Glæsilegur hópur af ungum og efnilegum KA-mönnum sem munu vonandi í framtíðinni gera vel fyrir meistaraflokka félagsins.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is