Hópaskipting í 3.-5. fl drengja

Það er mikið gleðiefni sú fjölgun sem hefur átt sér stað í yngriflokkum KA undanfarin ár. Má þar nefna að veturinn 2012-2013 voru um 300 iðkendur að æfa yfir veturinn en við reiknum með að tæplega 500 iðkendur verði í vetur. Við höfum því á stuttum tíma þurft að aðlagast að fleiri iðkendur eru í hverjum flokki. Þjálfarar flokkanna eiga hrós skilið hvernig þeir hafa tekist á við þessa skemmtilegu áskorun.

Það verður því í fyrsta skipti í vetur sem við munum skipta 3.-5. flokk drengja upp í tvennt tvisvar sinnum í viku þannig að fjöldi á hverri æfingu sé sem viðráðanlegastur. Þetta hefur einu sinni verið gert áður sem tilraunarverkefni í 3. fl drengja. Þær æfingar voru að öllu jafnan bestu æfingar vikunnar og gafst þetta því mjög vel. Með þessu getum við sinnt hverjum einstakling betur en áður.

Þjálfarar í samráði við yfirþjálfara munu sjá um að skipta í hópanna en fyrst um sinn æfa allir saman.



Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  | fotbolti@ka.is